Fyrir svefninn.

Bóndi einn á suðurlandi hafði ráðið til sín vetrarmann,
sem honum líkaði prýðilega við.
Eitt sinn brá bóndi sér að heiman, en er hann kom heim aftur,
kom hann að óvörum að konu sinni og vetrarmanninum á dívan inni í stofu.
Bónda varð ókvæða við og fór á fund prests síns að ráðgast um,
hvað gera skyldi.
,, Þú verður að láta vetrarmanninn fara," segir prestur.
,, Ég má nú illa missa hann, enda líkar mér ágætlega við hann,"
svaraði bóndi. ,, Nú eða skilja við konuna," segir þá prestur.
,, Ekki vil ég það, og vandséð, að ég fái betri konu," segir bóndi.
Nú líður nokkur tími, en þá hittast þeir bóndi og ðrestur á ný,
og fer þá presturinn að spyrja hann um einkamálin.
,, Það er allt í lagi með þau," svaraði bóndi.
     ,, Ég seldi dívaninn."

                              Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hver er að segja þér þessar sögur?? heyrirðu þetta á Sölku eða Bauk?? hehe góð 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 21:32

2 identicon

Alltaf gaman að lesa þessar örsögur þínar,takk fyrir.

Jensen (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Ragnheiður

Hehe einföld lausn

Ragnheiður , 28.10.2007 kl. 00:07

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 28.10.2007 kl. 08:06

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já takk fyrir mig, en finnst ykkur ekki snilld að lesa þessar gömlu sögur.
Ásdís mín, nei ég heyri þær ekki á Sölku eða Bauk að þeirri einföldu ástæðu að inn þangað hef ég aldrei komið, hef ekki áhuga fyrir svona stöðum
sér í lagi ekki á kvöldin, en ég á nú trúlega eftir að prófa að borða á Sölku.
þessar sögur sem ég hef verið að flytja ykkur að undanförnu eru teknar úr Íslenskri fyndni og útgáfa sú sem ég er með  er frá árinu 1975.
Indriði  pabbi engilsins míns átti þessa bók, enda finn ég megna tóbaks lykt er ég rita upp úr henni, mér finnst það bara notalegt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.