Ekki gott.Lentu á Egilsstöðum.

Vonandi hefur engin flughræddur verið um borð.
Þetta hefði getað farið illa,og hvað er þetta þá? Bara eitt af því
sem gerist og engin sem ber ábirgð.
Er það kannski bara grunnhyggni í mér að álíta að einhverjir
eigi að afýsa brautirnar, nei ég tel ekki.
Það á að gera það. Var kannski bara þessi eini blettur sem
mönnum sást yfir.

Var að fá símtal frá Egilsstöðum þar lentu tvær flugvélar frá Flugleiðum,
þær voru að koma frá U.S.A. og vegna veðurs í Keflavík
lentu þær fyrir austan, og allt vel með það, en þegar seinni vélin lenti
var verið að dæla bensíni á þá fyrri og hún fór svo í loftið.
Þau eru búin að bíða  einn og hálfan tíma úti í vél án þess að fá að borða.
Takið eftir þau eru að koma frá Ameríku, það er svolítið langt flug.
Mér finnst vera komið fram við farþegana  af lítilsvirðingu.
Það vantar ekki fögru sálfræðilegu upptalningarnar um að þetta sé svona og svona,
en þessi seinkun er vitað mál og af hverju fá þá ekki farþegar að fara inn
og fá sér morgunmat???. Hvar er þjónustulundin sem var til hjá
félaginu hér áður og fyrr þegar allt var mannlegra en núna???.



mbl.is Farþegaflugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var allt betra í þá gömlu góðu daga. Það kviknaði í slökkvistöðinni á Reykjavíkurflugvelli, slökkviliðið fór að bjarga Wishkylagernum hjá Loftleiðum og allt fór í vitleysu. Félagið keypti veitingahús niður í bæ og borgaði "cash"  

Gestur Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 09:56

2 identicon

Já Guðrún, það er ekki nema von að þú spyrjir. Staðreyndin er hinsvegar sú að til þess að hægt sé að hleypa farþegum í land til þess að fá sér morgunmat þarf að tollafgreiða flugvélina og eins og þú getur ímyndað þér myndi að eflaust taka einn til tvo tollara sem eru á vakt á Egilstöðum c.a. 1klst að tolla alla farþega, einnig þyrfti að afhlaða öllum farangri sem tekur líka tíma. Svo þyrfti að vopnaleita alla farþega áður en fólk myndi fara aftur um borð. Þetta væri process uppá c.a. 2 til 3 klst.

Svo þegar komið væri til KEF myndi ekki taka betra við. Þar sem vélin væri í raun að koma úr "innanlandsflugi" mætti engin bara inn í fríhöfnina. Ég er hræddur um að eitthverjir yrðu fúlir yfir því. Að ógleymdu öllu veseninu sem allir tengi farþegar myndu lenda í við að þurfa að checka sig aftur inn osfrv.

Auðvita væri gott ef fólk gæti skroppið inn og fengið sér kaffi og samloku þegar svona gerist en því miður er það bara ekki hægt vegna þess umhverfis sem löggjafin hefur sniðið flugfélögunum og farþegum. Svona milli lendingar vegna veður er sem betur fer óalgengar og oftast taka þær ekki lengur en c.a. 30 til 45 mín þegar aðeins þarf að bæta eldsneyti á vélina.

kveðja,

AGS

AGS (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:15

3 identicon

Lítilsvirðing við farþega???

Ertu e-ð vönkuð vinan? Það var ákveðið að fara til Egilsstaða til þess að gæta fyllsta öryggis FARÞEGANNA VEGNA!! aðstæður á brautinni voru slæmar því var þetta ákveðið. ÞAð erk ekki við flugfélagið að sakast, yfirvöld banna að láta ótollskoðað fólk fara í land, flugfélagið fylgdi einfaldlega þeim reglum sem þeim eru settar. Best er að koma heill heim!!

Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gestur það var nú samt allt betra í hina gömlu góðu daga,
Þú kemur mér til að rifja ýmislegt upp.
Það var nú fleira en Wishky sem var geimt á þessum lager.
Var það ekki svoleiðis að fyrst kom transit farþega salurinn síðan fríhafnarlagerinn, gangur, verkstæði flugvirkjana og síðan slökkvistöðin.
Alla vega mynnir mig það einnig  það, að allt var borgað  Cash.
                                    K.v.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

AGS sko ég veit nú ekki allar þær reglur sem búið er að setja, en sumar eru fáránlegar og aðrar nauðsynlegar, en það hefði nú verið hægt að færa fólkinu kaffi og brauð út í vél. Ekki hefði nú þurft að taka farangurinn úr vélinni  og fólkið hefði getað farið án handfarangurs inn í flugstöð og fengið morgunmat. Enn hvað með þá farþega sem fóru frá borði á Egilstöðum
með sinn handfarangur, fengu skiljanlega ekki  farangurinn með sér hann verður bara sendur til þeirra, en þetta var fólk frá Laugum.
Mér datt nú bara í hug þarf ekki að vopnaleita fólk sem fer inn í landið okkar?.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2007 kl. 12:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónas Arnarss, jú ég er vel vöknuð "VINUR", var ég að setja út á, að það hefði verið lent á Egilsstöðum, nei ég sagði að það væri vel.
Ég er nú búin að vera viðloðandi flug síðan ég man eftir mér stelpa á Reykjavíkurflugvelli og veit að það er best að koma heill heim.
Ég hef líka þurft að takast á við farþega í alla vega ástandi,
veit að mannlegheitin koma sér alltaf best.
                           Góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.