Ja Há!!!.

Maður er alltaf að komast að því betur og betur hvað margir
eru óábyrgir. Væri ekki ráð, að skilda verðandi Foreldra af fyrsta barni
á námskeið í því sem ekki má.
Þetta er að verða eins og í Ameríku, það þurfa að vera leiðbeiningar með öllu.
Ég leifi ekki einu sinni hundinum að vera í framsæti,
hvað þá barnabörnunum.


mbl.is Með tveggja ára barn í framsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt kæruleysi um það besta sem við höfum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er ótrúlegt kæruleysi. Maðurinn var með sitt eigið barn í sínum eigin bíl!

Ég hef keyrt með töluvert eldra barn í aftursæti, bara með bílbeltið á sér en ekki í stól, vegna þess að hann er ekki til staðar í mínum bíl, þar sem börn eru yfirleitt ekki farþegar í mínum bíl, og var með lífið í lúkunum alla leiðna og guðs lifandi fegin að komast klakklaust á áfangastað. Þetta er alveg ótrúlegt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.10.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gréta þú varst heppin að hitta ekki lögguna, sektin er víst mjög há.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2007 kl. 16:13

4 identicon

Eg bý í blokk í rvk þar sem mikið er um útlensk pör sem flest hver hafa búið á íslandi í nokkur ár. Eru öll þessi pör með börn á aldrinum 0-5 ára. Ég tek það fram að hér eru ENGIR fordómar í gangi.

Mér því miður finnst MJÖG algengt að sjá börnin óbundin í bílunum hjá þessu fólki eins og ekkert sé sjálfsagðara, reyndar hef ég aldrei séð neitt þeirra spenna börnin niður. Jafnvel þó það sé jafnvel viðeigandi búnaður til staðar þá er hann ekki festur niður með bílbelti.
Sem dæmi þá eru næsti nágranni minn með barn sem er 5 mánaða hún á þennan fína barnabílstól sem er geymdur í bílnum, þegar kemur að því að fara í bíltúr með barnið leggur hún það í stólin, sjaldnast festir hún það í hann, síðan er stólnum komið fyrir yfirleitt á hlið (eins og burðarrúmin í gamladaga) í framsætinu og ekkert bílbelti notað til þess að festa stólinn.
Sjálf notar hún ekki belti. (stólinn virðist í þessu tilfelli þjóna meira hlutverki burðarúms en bílstóls)
Annað dæmi er nágranni sem á 2 börn, 4ra ára strák og stúlku svona líklega 2ja ára. Þar kemur öll strollan út (hundgömul Amman með)
Strákurinn sest dantekningalaust í framsætið á pullu við hlið pabba síns (nota bene loftpúði) og spennir ekki á sig belti, síðan sest amman og mamman ásamt þeirri 2ja ára afturí og engin í belti þar, en sú 2ja ára situr í barnabílstól en er ekki fest niðut með belti og líklega stólinn ekki heldur.

Já ég hef látið lögregluna vita, og henni gat ekki staðið meira á sama.
já ég er líka kannski ömurlegur nágranni að tilkynna nágranna mína, en mér finnst alveg skelfilegt að horfa uppá þetta...... Það sem ég hef séð til virðist þetta vera algild regla hjá vinum þessa fólks líka, börnin sitja framí og fullorðnir afturí, börnin eru aldrei spennt niður en sitja þó mjög oft í  barnabílstólum.
Ég hef þó mikið velt einu fyrir mér, ef þú sem foreldri hefur vit á að fara og versla stól fyrir barnið þitt, jafnvel dýrum dómum, hví í ósköpunum notarðu hann ekki ... hver er tilgangurinn með stólnum......

Kristjana (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kristjana þú ættir kannski að reina sem nágranni og vinur
eruð þið ekki annars vinir? það hlýtur að vera þar sem þið búið saman í blokk
í R.V.K.  að leiðbeina þessu fólki um lög og reglur í voru landi.
Ég kenni fullt af fólki af erlendu bergi, hef ég eigi orðið vör við þetta hjá þeim frekar en innlendu fólki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.