Hvernig í ósköpunum!!!

Hvernig í  ósköpunum er þetta hægt???
Maður á nú náttúrlega aldrei til orð  yfir framkomu yfirvalda í garð
öryrkja, það er bara alltaf eins og við séum aumingjar með hor,
og greindavísitölu á við gullfiska, fyrirgefið kæru gullfiskar,
það er allavega talið að þið hafið enga greind.
Það er  komin tími á að reiðin fari í útrás, tími á að segja sína sögu.
Hamra á því endalaust þangað til að við fáum leiðréttingu okkar mála.
Skrifa í blöðin, eða blogga ef við getum það ekki sjálf þá að biðja um aðstoð.

Þegar ég varð fyrir því óláni '93 að verða öryrki, gat ég nú lítið annað gert en að taka því.
veturinn eftir fór ég að vinna með gamla fólkið þar sem ég bjó,
2. daga í viku 3.tíma í senn. Nú eftir einhvern tíma fékk ég bréf frá
Tryggingar-lækni sem heitir  Em.. ... (hef aldrei heyrt hann eða séð)
um það að ég yrði tekin af bótum þessi mánaðarmót sem tiltekin voru.
Það stóð meðal annars í bréfinu: "Að ég væri,  ofurþung  þunglynd miðaldra kona,
þar af leiðandi væri ég öryrki, nú yrði ég að fara að vinna.
ég reyndi að fá viðtal við einhvern útaf þessu máli, en mér var tjáð
að ég gæti ekki ætlast til að vera á örorkubótum allt mitt líf." ,,Basta."
Ég er nú þekkt fyrir glaðlyndi og þunglynd hef ég aldrei verið,
aftur á móti hef ég á stundum verið of þung.
Það afsakar ekki dónaskapinn í þessum manni.
þetta er nú bara byrjunin á minni sögu.
Stöndum saman og látum ekki buga okkur.


mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.