Góður dagur í dag.
2.11.2007 | 23:02
Vaknaði klukkan sex í morgun, ég þarf alltaf tvo tíma til að
ná mér á strik áður en ég fer í sjúkraþjálfun klukkan átta,
sem að sjálfsögðu engillinn ekur mér í þegar ég er mjög slæm
og það er ég búin að vera undanfarið.
við fórum síðan beint heim að fá okkur kaffi þegar hann var
búin að sækja mig.
Nú tölvan beið spennt eftir að fá mig í stólinn fyrir framan sig,
lét ég það eftir henni.
Að vanda fór minn maður að ná í blöðin og setja bensín á bílinn.
Bað ég hann að koma við hjá Millu minni í vinnunni með smá innkaupalista
upp á kvöldið, Hér á á vera gormet veisla í kvöld.
Þegar engillinn kom til baka var hann með stóran pakka og færði mér
og var það ekki risa vasi sem mig langaði í frá Sía, mig langar ekki oft í svona dót
en þennan vasa langaði mér í, enda á ég líka afmæli í dag,
og fylli heil 65.ár og mér sem finnst ég vera 29 smá+.
Síðan lagði ég mig og steinsofnaði í fína rúminu mínu.
Engillinn fór að ná í Dóru og tvíburana svo komu Milla og litlu snúllurnar.
ÉG var nú bara í því að opna pakka, gaman gaman.
þær elduðu svo matinn dætur mínar.
Ingimar kom af sjónum um sjö leitið þá borðuðum við.
Nú veit ég að hún Þorgerður frænka mín í Bretaveldi,
bíður spennt eftir að heyra matseðilinn. hann er,
Léttsteiktar gæsabringur með kartöflum, gormet salat
og portvíns villisveppa rjómasósu.
höfðum líka kjúklingabringur svona til öryggis ef að stelpurnar
skildu ekki vilja gæsina, en þær voru vitlausar í hana.
Á eftir vorum við með kókoskaffi frá kaffi tár og konfekt.
Þetta var æði. og besta við þetta var að þurfa ekki að koma nálægt því að elda.
Takk fyrir mig elsku englarnir mínir allir saman.
Athugasemdir
Eg byrja bara eins og þu eg er i sjukraþjalfun og eg er öryrkji i ofanalag. Ummm matseðilinn þinn himneskur la við að eg slefaði ,maðurinn minn er 65 ara a morgun 3 nov. Eg er 60 ara og eg vildi gjarnan gerast bloggvinur þinn.Innilegar hamingju oskir með daginn þinn KVEÐJA
Helga valdimarsdottir. (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:33
Hahaha......rétt hjá þér. Ég er alltaf spennt að heyra eitthvað um mat og matseðla. Þessi er nú ekkert slor! Enn og aftur til hamingju með daginn. Bið að heilsa Gísla og öllum hinum
Þorgerður (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.