Börnin enn einu sinni.

Það er engin furða, að allt sé eins og það er,
sama hvert er litið öllum deildum landsins vantar peninga.
Það hljóta allir að skilja að ekki er hægt að láta börnin bíða,
eða finnst þeim það bara í lagi þessum ráðamönnum landsins.
Það vantar kennara, leikskólakennara og fólk til að huga að börnunum okkar eftir
skóla, svo ég tali nú ekki um að það verði engir biðlistar í greiningu barna,
svo að þau fái viðeigandi hjálp strax.
Svo hefur ekki verið aukið fé í barnaverndarstofu, reynið nú að fara að hugsa,
hækkið launin og leggið fé í barnavernd. Þið viljið kannski hafa þau flest inni
í fangelsum er þau verða eldri.

Sumir kennarar segja að sum börn séu óhafandi í skólastofunum með öðrum börnum,
þeir vilja kannski loka þau inni á sér barnaheimilum.???
Aðrir kennarar segja að það þurfi aðeins að sína þolinmæði þá sé þetta í lagi.
Það vantar að leggja meira fjármagn fram.
Það vantar fleiri sérkennara.
Það vantar að borga hærri laun fyrir vel unnin störf.
Það vantar að kenna þeim sem sjá um börnin okkar
að sýna virðingu, traust, aga og ástúð.  (tek fram ekki öllum)
Og ef fólk er ekki starfi sínu vaxið þá á að segja því upp störfum.
Þetta er nú bara smá brot úr minni skoðun.


mbl.is Áhyggjur af auknu álagi á barnaverndaryfirvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Foreldrar þurfa líka að kenna börnum sínum að bera virðingu fyrir kennurum sínum sem og öðru eldra fólki.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að sjálfsögðu Ásdís mín hef kannski orðað þetta illa,
verð að leiðrétta það.
Takk dúllan mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband