Jólafötin tekin í tollinum.
6.11.2007 | 11:41
Það er ekkert tekið af okkur í tollinum, þér er gefin kostur á að borga toll.
Afar huggulegt. Auðvitað er upphæðin of lág, og sumir tollarar koma fram við fólk eins
og einhverja krimma.
Ég er ekki hlynnt því að fólk sé að versla mikið utanlands,
en alltaf finnst manni gaman að kaupa eitthvað spes, ég tala nú ekki um fyrir jólin.
Eitt er staðreind að þú getur ekki tekið bara einhver föt
og miðað við merkjavöru t.d. hérna heima, mér finnst fólk gera allt of mikið af því.
Merkjavara er ódýrust á Íslandi,
Dóttir mín fór til Ameríku um daginn, hún fór í menningarferð og var prógram
fyrir þau, henni fannst þetta æði, aldrei komið til þessa lands áður.
þau fóru á markaði, skoðuðu skóla og margt og mikið, og freistingarnar voru
margar og góðar. hún keypti auðvitað svolítið, hún á tvær stelpur.
Viti menn er hún kemur í tollinn, er sagt hvað keyptir þú fyrir mikið?
hún svarar: ,,svona fyrir um hundrað þúsund." Þá þarft þú að borga
toll af því. það voru 22.ooo.oo. sem hún borgaði í toll af 54.ooo.oo.
Þetta fannst mér of mikið. Er 100 % tollur af fatnaði ég bara spyr???
Svo er afar ósanngjarnt að taka bara einn og næstu 40. sleppa.
Mín skoðun.
Jólafötin tekin í tollinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.