Fyrir svefninn.

Kolbeinn Sigurðsson í Seli var ákafamaður við vinnu,
enda var hann vel fjáður.
Hann stóð einu sinni að slætti með konu sinni,
Ingigerði, sem þá var ólétt og komin að falli.
Allt í einu segir hún:
,, Nú kenni ég mín, Kolbeinn,
þú verður að fara og sækja yfirsetukonuna."
,,sjálfsagt," segir Kolbeinn, ,,en heldurðu,
að þú getir kroppað ögn á meðan.?"
Góða nótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Hörkukarl hann Kolbeinn.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hörkukona hún Ingigerður

Huld S. Ringsted, 9.11.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Með fullri virðingu fyrir þér Þorkell, þá tel ég Kolbein hafa verið Karlrembu-egó, en Ingigerður hefur verið hörkukona, en svolítið undirgefin og lítillát.

Eða hvað haldið þið.?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband