Sýnum börnum virðingu.

Ég held að við þurfum að taka til í eigin ranni.
Þá meina ég í sambandi við fordóma og fáfræðslu
ekki bara fyrir börnum með ADHD.
Heldur öllum börnum með raskanir af öllu tagi
Maður stendur stundum á gati yfir fáfræðinni
sem býr með fólki.
Það er eins og það vilji heldur ekki fræðast,
ef maður vogar sér að segja sína skoðun
og jafnvel útskýrir að maður viti nú svolítið um þessi mál
því að maður eigi einn lítinn trítil sem sé með ADHA.
Yfirleitt fær maður bara, ræðuhöld um þetta eða hitt,
þangað til fólk segir, æ, það þýðir ekkert að tala um
þetta við þig. Þá brosi ég nú bara, veit að fólk er komið í þrot.
Ég bendi ykkur á að fara inn á síðuna
hjá ringarinn.blog.is þar eru frábær skrif um þessi mál.

Allar rannsóknir eru af hinu góða, og við getum ekki for-agtað þær,
Því fleiri rannsóknir því betra.
Allir geta fundið eitthvað sem á við þeirra börn,
með aðstoð síns læknis.
Og er það afar nauðsinlegt að góð sammvinna sé á milli
foreldra, læknis, kennara, sálfræðinga og ég kann ekki
að nefna þetta allt. Ég er ekki sér fróð um þessa hluti,
en ég er búin að vera með og ala upp mín börn í 46 ár,
svo ég ætti að vita eitthvað. Það er eins og sonur minn
sagði á einu námskeiði sem hann fór á, kennarinn var
að hæla honum, þetta er nú bara, "kommen sens"
Gangi okkur öllum vel í að nota kommen sens og kærleikan.


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hjartanlega sammála þér. Fólk virðist vera með ólíklegustu hugmyndir og skýringarstíl varðandi hluti sem það veit í raun ekkert um. Í raun og veru þá er ekki hægt að fullyrða en neinn "viti það rétta" en það að sýna virðingu og gera sitt besta hlýtur að skipa mestu máli.

Kristbjörg Þórisdóttir, 13.11.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já kristbjörg, það er það sem skiptir máli,

virðing og kærleikur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir þetta Milla mín

Æ veistu það er svo mikið af "spekingum" sem telja sig vita þetta allt svo þegar á hólminn er komið þá vita þeir akkúrat ekkert um þessa röskun. Verst er það að ADHD mælist í mismunandi kröftugu formi en fjöldinn er dæmdur útfrá þeim sem þurfa ekki lyf. Stundum verð ég ofsalega þreitt á þessu. 

Huld S. Ringsted, 13.11.2007 kl. 18:53

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín það er nú þannig að þótt sumir þurfi ekki lyf núna, en, hvenær kemur að því ? það vitum við ekki.

minn litli trítill er stundum svolítið æstur, sér í lagi, er við erum öll í heimsókn, en mamma hans er afar gugleg með hann, svo kemur alt í einu, getum við aðeins lagt okkur

þá er hann alveg búinn, þessi elska. Einu sinni vorum við í kun Fú Æ, það er svona bardagalist, og ég vann, hann var svo sár, en það eru líka 3 ár síðan, núna er hann búinn að læra að allir geta unnið, bara smá saga.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2007 kl. 19:29

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég skil þau ykkar sem hafið reynt allt annað og farið varlega í lyfjagjöfina eruð sár yfir því að vera for-dæmd um að dópa börnin ykkar af vanrækslu. Nú veit ég ekki hverjir eru að gefa börnum rótsterk geðlyf sem þau þurfa ekki, en það er gert í skuggalega miklu mæli. Á öðru blogi segir Þórhildur Helga sem tekur börnum sem greind hafa verið ofvirk í vist í sveit á sumrin að 58% barnanna þurfa ekki lyfin í sveitinni.

Ég vona að þið ábyrgu og fróðu getið horfst í augu við það að alltof mörg heilbrigð börn eru greind ofvirk og gefið lyf sem þau þurfa ekki.

Ekki fordæma mig fyrir að benda á þetta, rannsakið það og ef rétt reynist vona ég að þið takið af skarið og stöðvið slíka misnotkun á þessum aðferðum sem reyst hafa ykkur vel.

Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 08:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið Jón Þór,

ég ætla aðeins að blogga um þetta í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2007 kl. 11:08

7 Smámynd: Kári Magnússon

Mér viðrist að hegðun sem leiðir til ADHD greiningar byrji oftast í skóla. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.

Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?

Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.

Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.

Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.

Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.

P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það.


Sjá umræðu hér

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:51

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kári þetta er ekki rétt hjá þér. Langflestir foreldrar barna með ADHD sjá strax þegar börnin eru mjög ung að það er eitthvað að, það er svo ekki fyrr en í skóla sem athyglisbresturinn og oft ofvirknin fer að valda vandræðum og skapa erfiðleika í námi hjá þeim.

Ég er ánægð að heyra að þú gerir þér grein fyrir því að ADHD er til en þú átt margt eftir ólært um ADHD ef þú telur að skólavistin hafi einhver áhrif á greiningu, það er ansi oft fyrst þá sem loksins er farið að gera eitthvað til að hjálpa þessum krökkum og oft er greining ekki marktæk fyrr en þá.

Ég á dóttir með ADHD og vissi fljótlega eftir fæðingu að eitthvað væri að hjá henni svo héldu líka læknar, en þú getur fræðst um þetta á síðunni hjá mér undir bloggflokknum "Mitt hjartans mál" þar er færsla sem heitir það sama.

Vissulega eru til börn sem eru rangt greind en það er afskaplega lítið hlutfall og líður ekki langur tími þar til hið sanna kemur í ljós, því ef rangt greind börn fá ofvirknilyf þá virka þau ekki. Ofvirknilyfin eru örvandi en virka róandi á ADHD en virka svo örvandi á börn sem eru ekki með ADHD.

Huld S. Ringsted, 14.11.2007 kl. 20:10

9 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Huld. Þú virðist hafa kynnt þér þessi mál, en þegar þú segir að: "Vissulega eru til börn sem eru rangt greind en það er afskaplega lítið hlutfall og líður ekki langur tími þar til hið sanna kemur í ljós, því ef rangt greind börn fá ofvirknilyf þá virka þau ekki. Ofvirknilyfin eru örvandi en virka róandi á ADHD en virka svo örvandi á börn sem eru ekki með ADHD." Þá veit ég að þú þarft að fræða þig betur.

Lyf sem þú kallar ofvirknilyf eru ekkert bara ofvirknilyf. Þetta eru rítalínlyf og geðlyf sem virðast slá á óróleikaeinkenni og róa suma en örfa aðra. Ertu að segja að ef rítalín róar þig þá ertu með ofvirkni?  Er þetta sjúkdómsgreiningin?

Og er afskaplega lítið hlutfall barna séu rangt greind, hvernig skýrir þú þá reynslu á öðru blogi þar sem Ragna Popparadóttir sem tekur börnum sem greind hafa verið ofvirk í vist í sveit á sumrin segir 58% barnanna þurfa ekki lyfin í sveitinni.

Jón Þór Ólafsson, 15.11.2007 kl. 08:41

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Veistu það Jón ég er búin að hrærast í þessum málum í 12 ár og veit alveg hvað ég er að tala um. Alltaf talar þú um ofvirknina, hún er ekki aðalmálið heldur athyglisbresturinn, þar hjálpar Ritalín til meðan ofvirknin kemur og fer eftir aðstæðum og áreiti. ADD er athyglisbrestur, ADHD er athyglisbrestur með ofvirkni.Athyglisbrestur gerir það að verkum að hugurinn er í yfirvinnu og ekki hægt að festa sig við eitt atriði heldur hvert aukahljóð sem truflar, þar kemur Ritalin inn og "róar" og gerir manneskju með ADD kleift að einbeita sér. Ef manneskjan er ekki með ADD þá virkar Ritalín örvandi. Mataræði, hreyfing og rólegt umhverfi hjálpar mikið til við að draga úr ofvirkninni sem slíkri en er ekki lækning frekar en Ritalín heldur eitt af mörgu til að draga úr einkennum. Ég ætla ekki að þræta við þig, ég bara nenni því ekki.

Ég veit hvað gagnast dóttur minni (sem þú þekkir ekkert) ef ekki hefði komið til lyf og atferlismeðferð þá væri hún ekki í skóla í dag. Ekki er ég að fría mig frá uppeldi þar sem ég hef ekki unnið frá henni í mörg ár heldur einbeitt mér að því að hjálpa, kenna og styðja hana í gegnum lífið og trúðu mér að uppeldi á barni með ADHD er full vinna 24 tíma á sólarhring og ég er svo sannarlega ekki eina foreldrið sem er í þessu sama, þess vegna svíður okkur þegar kemur fólk eins og Þú og fleiri segjandi að við séum ekki að standa okkur af því að við "dælum" lyfjum í börnin okkar. Við gerum eins vel og við getum til að styðja börnin okkar í gegnum erfiðustu árin svo að þau geti plumað sig þokkalega vel í framtíðinni en endi ekki í einhverskonar fíkn eða rugli, nokkuð sem er sannað að þau börn sem fái ekki viðeigandi lyfjameðferð eða atferlismeðferð sem börn og unglingar lendi öfugu megin í lífinu,

Fyrirgefðu Milla mín fyrir þessa langloku, ég er bara orðin þreytt eftir öll þessi ár á svona árásum, meðan ég geri ekki annað en að elska barnið mitt og reyna eftir bestu getu að styðja hana og halda henni frá svona neikvæðni, hún hefur nógu lítið sjálfsálit fyrir þó að hún fái ekki stanslaust svona í hausinn að mamma hennar sé að "dópa" hana. 

Huld S. Ringsted, 16.11.2007 kl. 10:08

11 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég veit ekki hvort þú sást það en ég sagði að ég hefði valið orð mín óheppilega í sumum blog færslunnum og þykir það ver.

Ég segi svo aftur að ég skil þau ykkar sem hafið reynt allt annað og farið varlega í lyfjagjöfina eruð sár yfir því að vera for-dæmd um að dópa börnin ykkar af vanrækslu.

Við eigum bæði sárt um að binda að horfa upp á óhamingju barna. Hjá þér er það í heimahaganum, hjá mér fær honum, og ég samhryggist virkilega.

Ég óska þér innilega til hamingju að lyfjagjöfin gerir ykkur mæðgurnar hamingjusamari. Það sem ég er að benda á er að hún rænir marga aðra hamingu sinni.

Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband