Fyrir svefninn.

Ég má nú til að birta ykkur Auglýsingu
sem var í Íslenskri fyndni ritur og gefin út í
Reykjavík 1935 af Gunnari Sigurðssyni frá Selalæk.

KOL--SALT--KOKS.

REYNSLA sýnir, að það borgar sig best að
kaupa kol, koks og salt hjá oss.
ÞEKKING vor á vörum þeim, er vér seljum,
er kaupendum trygging fyrir gæðum þeirra.
VISKA þeirra er mest, sem vita hvað þeir vilja.
--Komið og skoðið vörur vorar, hinar nákvæmu vogir
og hin fullkomnu afhendingartæki.
VILJI menn kaupa kol, koks og salt, þá er
einfaldasta leiðin og hin skynsamlegasta að snúa sér til vor.

H.F. KOL & SALT.
Símefni:Kolosalt.
Sími1120.
Elsta og stærsta kola og saltverslun landsins.

Er þetta ekki alveg frábær auglýsing.
Svo fáið þið eina skrýtlu úr blaði rituðu
sunnudaginn 7. ágúst 1938. það gæti heitið Breiðablik
en er ekki viss.

Faðirinn: ,, Má ég vekja eftirtekt þína á því,
að ég er faðir þinn".
Sonurinn: ,, Á það nú líka að vera mér að kenna".

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Auglýsingin góð en brandarinn frábær!

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha góður...

Amma sagði oft við mig þegar ég var óþekk : Ertu alveg kol og salt ?

Ragnheiður , 5.12.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Húmorinn í lagi hjá henni ömmu þinni,

en sjáðu til, kol og salt var ofarlega í hugsun

fólks á þessum tíma. Fjölskylda mín átti fyrirtæki við hliðina á kol og sallt, á ég margar minningar

af svæðinu þar sem nú stendur Seðlabankinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.