Hættir þetta aldrei ?

Ætlar þessu aldrei að ljúka?
Bera þau þessi ungmenni enga virðingu fyrir sjálfum sér
eða öðrum, og ein stúlka tekin 16 ára,
og ég sem var svo trúgjörn, að fyrir nokkrum dögum
taldi ég þær ekki gera svona.
Meinloka í mér að sjálfsögðu, verð eiginlega að beiðast
velvirðingar á orðum mínum, þar sem ég taldi bara
karlmenn aka of hratt.
Satt best að segja, taldi ég konur vera þroskaðri en það
að iðka svona gjörninga.
Konur og menn, farið nú að komast að því að það er
ekki inn að aka of hratt, eða undir áhrifum áfengis.
Og krakkar engin telur ykkur vera cool,
þótt þið látið svona.


mbl.is Ölvaðir bílstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þessu ljúki ekki fyrr en fjölmiðlar geri sér grein fyrir að það er full óþörf fyrir þessum fréttaflutningi því með auknum fréttaflutning er endalaust verið að tyggja þetta ofan í fólk og þá fer þetta að líta út eins og sjálfsagður hlutur. Aldrei fylgir fréttum neitt um alvarleika málsins né heldur viðurlög sem gerendur hljóta. Og svo held ég  að foreldrar ættu að fara átta sig á að uppeldi hefur hér allt að segja. Fækkun stunda sem foreldrar eiga með börnum sínum skilar sér beint út í þjóðfélagið með óábyrgum einstaklingum.

Einar Bjarni (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef nú oft ritað um uppeldisþáttinn í mörgum málum

sem snerta börn, og er ég hjartanlega sammála þér

í þínum skoðunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2007 kl. 15:39

3 identicon

Já stelpur brjóta víst líka af sér. Auðvitað er þetta vandamál en það er alls ekki kynja eða aldursbundið eins og alltof margir vilja meina.

Orsök helmings banaslysa í umferðini er áfengi og/eða dóp. Þessi einstaklingar eru sjaldnast 17 eða 18ára sem er einmitt aldurshópurinn sem mest er verið að níðast á í fjölmiðlum. Þeir eru heldur ekki heilagir en það sem ég er að reyna að segja er að þættirnir eru svo margir að við megum ekki bara einblína á einn heldur alla þætti vandans og finna lausn.

Sektir hafa verið hækkaðar = lítill eða enginn árangur + sumur óprúttnir aðilar finna sig knúnir til þess að stinga lögregluna af til að komast undan hárri sekt.

Hraðamyndavélar = hér er eitthvað sem ég tel að virki en EKKI á að fela þessar vélar, allir eiga að vita hvar þær eru og þá keyra allir rólega þar.

Lögreglan á að vera sýnileg = ef fólk er sífellt að sjá lögregluna á ferðini og finnur að það er undir eftirliti þá ætti það að hafa áhrif.

Það er mín skoðun að það ætti að vera ólöglegt fyrir lögregluna að fela sig eins og hún sést oft gera. Ef hún gerir það þá halar hún alveg klárlega inn sektum og margir líta á það sem sigur en það tel ég vera kolranga hugsun. Það á að koma í veg fyrir brotið en ekki bíða þar til það er framið.

Bara aðeins af mínu áliti. Annars þá er ég mjög sammála þessu sem Einar minnist á.

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 01:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjartanlega sammála þér Rúnar Ingi og Einari líka.

Ég veit enga patentlausn á þessum málum, þær eru margar, eitt veit ég að það vantar agann.

Svo er það þetta með lögregluna, okkur er kennt að heiðarleikinn sé fyrir bestu, en svo er löggæslan í feluleik, til hverrs? jú til að fá fjöður í hattinn hjá yfirvaldinu, ekki góður hugsunarháttur eða fyrirmynd. Takk fyrir góð skrif strákar mínir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.