Fyrir svefninn.

Sr. Benedikt, prófastur á Hólum í hjaltadal,
var stundum mjög fámáll og stuttur í spuna.
Einu sinni var hann á ferð með Ólafi, sem
venjulega var kallaður stúdent og var þá skrifari
sr. Benedikts.
Er þeir höfðu riðið lengi þegjandi,
spyr Ólafur prófast:,, Er lauslæti synd?"
,,Stundargaman", svaraði prófastur.
Líður svo nokkur stund.
Þá spyr Ólafur:
,,Er hórdómur synd?"
,,Nyjungargirni", svaraði hinn.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég heyrði það í gær að Húsvíkingar segðu að Steingrímur J. hafi ekki dáið í bílslysinu í fyrra af því hann var einfaldlega á móti því.   Bið að heils mínum heimamönnum, þeir er langflottastir.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ,Æ, hláturinn lengir lífið,

þessi var bara flottastur og Húsvíkingar flottari.

Kveðja Ásdís mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband