Ja hérna var fríhöfninni lokað???.

Af hverju var fólkið látið mæta í flugstöðina
yfirleitt? Þeir vissu að það yrði ekki flogið,
en endilega að hafa fólkið til staðar,
ja svona, ef það mundi aðeins lægja þannig að það
væri hægt að skutla einni í loftið.
Ég kenni þetta ástand í flugstöðinni, vann þar í mörg ár.
Það var ekki ætíð gleði í því að sjá fólk verða út úr
drukkið og kannski með börnin sín með sér.
Sumir voru ausandi yfir mann skítkasti,
sem maður varð að taka með stakri ró.
Það sem ég þekki Pólverja þá eru þeir gleðigjafar
eins og við Íslendingar, þar til glösin eru orðin einum of mörg,
þá er fjandinn laus, en það eru nú svo margar aðferðir
til að lempa fólk. Ég man eftir tilviki, það var næturflug,
til Finnlands með um 200. manns. Þetta voru Finnar sem
höfðu verið að syngja og spila á landi voru,
druknir og hávaðasamir voru þeir með afbrygðum,
hópuðust á barinn og heimtuðu allir í kór, í glas
helst í gær, ég brosti mínu blíðasta og sagði með ákveðinni
rödd og handapati, húpsa la da da da. í röð með ykkur
ég afgreiði bara einn í einu,
Og getið þið nú ekki sungið fyrir okkur?
Viti menn þeir tóku upp alskonar hljóðfæri og fóru að spila og syngja.
Þetta var bara flott. Og allir fóru ánægðir ú í vél.
Það þarf ekki mikið, til að bjarga málunum.


mbl.is Fríhöfnin lokuð vegna 300 fullra útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Finnar eru mjög spes. Við eigum nokkra yndislega finnska vini.

Heidi Strand, 15.12.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi þeir voru líka spes þarna í flugstöðinni,

því þeir tóku hintinu strax og gerðu gott úr þessu.

Þeir voru mjög skemmtilegir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Ragnheiður

hehehe þetta var þó sniðug lausn hjá þér hehehehehehehe

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband