Sifjaspell, misnotkun og ofbeldi.

Ég var að lesa bloggið hans www.jensgud.blog.is
Er hann þar að tala um Systrasamtök Stígamóta í Reykjavík,
sem eru Aflið á Akureyri. Það félag er í algjöru fjársvelti.
Akueyrarbær leggur til húsnæði og 16000 kr. á mán.
Leitað var eftir framlögum til nærliggjandi bæja og
sveitafélaga, ekki var á hreinu hvað hver gaf,
en Húsavíkurbær af höfðingjaskap gefur 2000.kr. á mán.
Það er víst álíka frá hinum í kringum Akureyri.
Ég skammast mín fyrir þennann höfðingjaskap, þar sem ég er ábúandi í Húsavíkurbæ, leyfi ég mér að segja það, sveiattann.
Og sveiattann á önnur sveitafélög hér um kring
er þetta ekki félag sem hjálpar þolendum frá öllu svæðinu.
Verð að segja frá því að Lay Low er búin að ánafna Aflinu
allan ágóða af næstu plötu sinni.
Leikfélag Akureyrar ætlar að gefa allan ágóða að aukasýningu
á Ökutímum í janúar. Eru þetta engar smá gjafir.
Enn betur má ef duga skal. Hvernig væri ef hresst fólk tæki sig saman og gerði eitthvað róttækt, það vitum við öll að heilmikið er
hægt að gera til að safna peningum. Og hana nú bara að byrja að undirbúa
eitthvað kolruglað og sniðugt. Það væri hægt að reyna að toppa,
það sem gert var á Ísafirði þar sem hún Matthildur setti á laggirnar
ásamt fjölda fólks, keppnina um óbeislaða fegurð,
sem allir hljóta að hafa heyrt um,
og færði hún Sólstöfum systurf. Stígamóta á Ísafirði
einhverjar milljónir. Og allir höfðu gaman af og Sólstafir græddu.
Hvenær ætlar fólk að koma út úr moldarkofunum,
og sjá hvað er að gerast í kringum það.
Það er bara ekki í BOÐI að misnota fólk hvorki,
kynferðislega, andlega eða ofbeldislega. ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI.
Allir þeir sem vinna að þessum málum eru hetjur.
Takk fyrir mig.
Milla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Sæl Guðrún,

Ég er alveg sammála því að það er alveg til skammar að sveitarfélög sjái ekki sóma sinn í því að styðja svona samtök af myndugskap. Það að setja á stofn svona samtök og halda þeim gangandi krefst, hugrekkis, elju, ástríðu og síðast en ekki síst, fjármagn. Ég vona að þeim eigi eftir að ganga vel í framtíðinni og fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar á Akureyri og þar í kring vakni til vitundar um mikilvægi þess að halda þessari starfsemi gangandi og leggi hönd á plóg.

Við hjá Sólstöfum Vestfjarða höfum verið svo heppnar að fá mikinn og góðann stuðning frá fólkinu hér fyrir vestan og á ÓB hópurinn(óbeiðsluð fegurð) mikinn þátt í því að við höfum getað haldið áfram okkar starfi. Reyndar var ein villa í færslunni hjá þér, við fengum 497 þús kr eftir keppnina ekki milljónir;)

Ég sendi stuðningsbylgju til Aflsins og vona að einstaklingar eigi eftir að geta leitað til þeirra um ókomna tíð, fengið þar hjálpina og stuðninginn sem þeir leita eftir.

Kær kveðja

Harpa Oddbjörnsdóttir, Sólstafakona;)

Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.12.2007 kl. 16:03

2 identicon

Enn og aftur, afar þörf umræða.

Lenti á færslu hjá þér í morgun sem ég svo skrifaði athugasemd við.. sé það núna að hún hefur sjálfsagt farið forgörðum. 

Það sem skiptir líka máli er að gleyma því ekki að fólk berst í bökkum allt árið, ekki aðeins um jólin.. fyrir suma er þetta aðeins enn einn mánuðurinn í baráttu og efa. Sem gerir þetta aðeins því mun þarfara! 

Bestu kveðjur, Alfa. 

Alfa Dröfn (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:49

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér fyrir að leiðrétta mig Harpa, svona er að hlusta á aðra hefði átt að lesa um þetta sjálf.

þetta var frábært framlag samt og ég veit að þið eruð þakklátar fyrir það, hef farið inn á BB til að fylgjast með þessu, enda átti ég einu sinni heima á

Ísafirði og kenni flesta sem komu að þessari sýningu.

Kveðja til ykkar allra.

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Alfa Dröfn kommentið þitt fór ekki forgörðum, þú fórst inn á loksins ein sem þorir þar svaraði ég þér Alfa mín.

Þörfin til að styðja við þessi félög eins og Aflið á Akureyri er nauðsinleg alt árið og altaf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2007 kl. 17:27

5 Smámynd: Ragnheiður

Gott að vekja athygli á þessu, það er fullkomin þörf á því.

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband