Akureyrarferð.

Er rétt skriðin inn úr dyrunum, frá Akureyri.
Byrjuðum á dýraspítalanum tekinn var saumur úr Neró,
viktaður og hann hafði bætt á sig rúmu kílói
það var bara æði, læknirinn var bara ánægð með hann,
keyptum það sem hann má borða þessi ræfill,
það er kanínu, andakjöt, gulrætur, kjúklinga og
kjúklinga nammý.
Síðan var farið í bókabúðina það er fastur liður, er þær
eru með okkur snúllurnar okkar, nú svo var farið í morgunmat
í bakaríið við brúnna og að sjálfsögðu versluð brauð,
ostar og alla vega gummilade.
Farið í Glerártorg og verslað svolítið, mikið,
jæja haldið þið ekki að bíllinn hafi breyst í mulningsvél
sem betur fer vorum við rétt hjá Brimborg, brunað þangað,
að sjálfsögðu tóku þeir bílinn strax inn,
og viti menn það var grjót í sjálfskiptingunni,
hef aldrei vitað það betra, farið í miðbæinn
og síðan heim. Er að farast úr þreytu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.