Fyrir svefninn.

Bjarni á reykjum kvað, er Jón á Akri fluttu sig úr
sæti við hlið hans á Alþingi:

Hann flutti yfir fjöll til mín
í félag drottins barna,
en hélt svo aftur heim til sín
--helvítið að tarna.

Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, og AMEN eftir efninu.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 21:16

2 identicon

Góða nótt Milla mín og takk fyrir heimsóknina í dag.Kv Erna.

Erna Einisdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var að skoða skírnarmyndir og kannaðist þar við svipi.  Tengdasonur þinn Óskarsson, með tvær svo fallegar stúlkur, mér finnst sú sem er á myndinni næst á eftir honum með þær tvær, vera alveg eins og Óda amma.  Eru þessar tvær í gráu peysunum með gleraugun af Húsvískum ættum? og hver er Inga amma?? ein voða forvitin.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Kvitta loksins fyrir komuna til þín Milla mín. Fylgist alltaf með þó ég láti ekki vita af mér  Er búin að skoða nýju myndirnar og segi það enn og aftur að afkomendur þínir eru hverjum öðrum fallegri  Þú ert svo rík!

jólaknús til ykkar allra

Rannveig Þorvaldsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:48

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Inga amma er frá Siglufirði, en býr í Kef. og sonur minn og tengdadóttir búa í Njarðvík. Tvíburarnir mínir þessar í gráu peysunum eru í 1 bekk

framhaldsskólans á Laugum, Mamma þeirra fékk þar vinnu í eldhúsi skólans og svo er hún stundum

viststjóri, þær féllu flatar fyrir Laugum enda ekkert skrýtið, þær eru afar vel af guði gerðar.

Amma þeirra í móðurætt er ættuð frá Grímshúsum í Aðaldal og svo eru þær af krupps(kann ekki að rita þetta rétt)ættinni héðan frá Húsavik.

Afi þeirra í föfurætt er frá Presthólum í Nnúpasveit

n.Þing, en þau búa núna í kef. Elstu snúllurnar mínar eru Halldórudætur í dag og afar stoltar af því

að hafa unnið það mál, þú hefðir átt að sjá þær þegar sýslumaður hér í bæ var að spyrja þær um ástæðu fyrir þessari kenninafna-breytingu, þær höfðu það á tæru, svona er þetta bara stundum Ásdís mín. Viktoría Ósk heitir hún Ódu spegilmynd, og það er ekki nóg með það að hún sé lík henni, hún gengur, talar, borðar eins og hún. Já svo er það

Ingimar minn Óskarsson hann er bara flottastur,

er besti drengur sem ég hef kynnst.

Ásdís mín er ég ekki búin að rausa nægilega mikið,

en verð samt að segja, ég er afar lánsöm kona,

ég elska fjölskylduna mína út yfir allt,

þau gefa mér allt sem ég þarf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.12.2007 kl. 09:16

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Rannveig mín takk fyrir að kvitta, ég veit að þú hugsar til okkar og þið mæðgur báðar, veit ég líka vel að það er fullt að gera hjá þér, og að þú stendur þig vel í því öllu, það er bara eins og þú ert. Já þau eru yndisleg englarnir mínir, og þau eru líka svo góð. þú átt þetta eftir mín kæra.

Kveðja í bili. Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.12.2007 kl. 09:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður svona voru þeir í gamla daga,

bölvaðir ódámar, ekkert svona til í dag. Ha,Ha,Ha.

Þakka þér Erna mín fyrir kaffið og spjallið í gær

kveðja til Bjössa og barnana.

Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.12.2007 kl. 09:28

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Milla min, hef alltaf gaman af að fylgjast með fólki að norðan. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband