Meðvirkni.

Ummæli hennar Hallgerðar Pétursdóttur á bókinni um hana Bíbí,
kom mér til að vilja aðeins tala um meðvirkni, sem ég hef megnustu óbeit á.
Meðvirknin byrjar þegar við erum lítil, t.d. vinkona mín á í vandræðum,
og ég verð meðvirk, nú alt sem gerist í skólanum, ég kjafta ekki frá,
svo heldur þetta svona áfram. allt í einu er ég komin út á vinnumarkaðinn,
unglingur í skóla,  ég held að það sé bara eðlilegt að þeyta  mér til og frá,
svo ég er strax orðin meðvirk því hvernig fólk kemur fram við mig.
Enn það varði ekki lengi því ég stóð með sjálfri mér og hætti í þeirri vinnu,
var komin daginn eftir í aðra vinnu.
Ég lét ekki bjóða mér hvað sem var.
Síðan var ég meðvirk með mömmu til að fela það,
þegar pabbi  var fullur. Enn merkilegt nokk þá leið mér aldrei illa
fyrr heldur en ég gifti mig no. 2. þá fann ég að meðvirknin
snerti mig sjálfa. Lét það yfir mig ganga í 27ár, en var fyrir löngu búin að þurrka
hinn partinn út úr mínu lífi.
Allt í einu birti til, var stödd hjá dóttur minni, þá sagði ég, nei ég kem ekki heim meir,
Þegar hann spurði á afar dónalegan hátt: ,,hvað ert þú ekki að koma heim
manneskja"? Þvílíkur léttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Kæra Guðrún! Áfram með konur eins og þig... konur sem þora!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.12.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur þetta byrjar ekki endilega að því að það er áfengi,
og það er dagsatt að meðvirkir meina ekki það sem þeir segja, en hvað haldið þið að margar konur staldri við og hugsi, já þetta á við mig.
Nei þær hugsa þetta er ekki eins og hjá mér, ég get lagað alt hjá mér.
Ég er búin að reyna þetta allt og líka með öðrum konum. Og ég er að standa í þessu með dóttur minni sem er að skilja við sinn mann.
Eina setningu ætla ég að segja ykkur til að sanna meðvirknina.
Hún sagði: ,, Aumingja hann, hann er nú að kaupa í matinn ennþá.
hugsið þið ykkur hvað hún var veik, ég segi veik því við erum búin að hjálpa henni afar mikið. en samt á hún langt í land.
Takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.