Fyrir svefninn.

Fyrir nokkrum áratugum bar svo við, að bóndi einn,
Páll að nafni, kom á prestsetrið og sá, að það var verið
að sjóða eitthvað í stórum potti.
Bóndi var matmaður og spurði, hvað væri í pottunum.
,,Og það er nú bara þvottur, Páll minn," svaraði prestkonan.
Bóndi varð hissa og mælti:
,,Þetta gerir hún Gunna mín aldrei. Hún eldar aldrei þvottinn."

        Hákarlar og Húsavík.

                                  Húsvíkingar Hákarlar á landi
                                  --hákarlarnir víkingar í sjó--
                                  herja, berjast, hver er annars fjandi,
                                  hver á öðrum aldrei vinnur þó.

                                                 Góða nótt.Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband