Mín völva segir: ,,Standið við ykkar skoðanir þá fer allt vel"

Þetta er dökk spá hjá völvunni, en hef nú ekki hugað mikið að henni
svona yfirleitt. Enn ég gæti trúað því að allt færi upp í loft,
bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn.
Undirlægjan og sérgæskan ræður ríkjum.

Áramóta  umræða formanna flokkana var vægast sagt
innantóm.  Geir  H.  Haarde.  Hvað eigum við að bíða lengi
eftir að sjá árangur af þessu fína góðæri sem þið talið ætíð um,
byggjum á góðum árangri,
nýir tímar traustur grunnur, og allt vel með það,
það er að segja ef það reynist rétt.
Ég fyrir mitt leiti er orðin leið á því að eiga aldrei fyrir
því sem telst nauðsynlegt fyrir fólk til að getað lifað
sæmilega góðu lífi.
Samkvæmt vísitölu útreikningum, ætti ég að hafa 100.000 k.r.
meira í laun á mán. en ég hef.

Ingibjörg Sólrún ekkert skrýtið að hún sé svona hægri sinnuð
á stundum, alin upp í sjálfstæðinu.
Maður nær aldrei langt, "með" jæja sleppum því.
Enn það er margt afburða gott fólk í Samfylkingunni.

Guðni Ágústson.

Hann er örugglega mjög góður maður, og ætla ég ekkert að tala um hann
Samt að segja: ,,Þeir eru í djúpum."

Steingrímur J. Sigfússon.

Eina stjórnarandstaðan, mun vera rétt, og þar munu þeir standa undir nafni.
Nýtt hlutverk og nýjar skyldur, það er það sem gerist við allar breytingar
hvort sem það er í pólitík eða annars staðar.
Að sjálfsögðu eru þeir komnir til að vera, en á hverju eigum við að lifa?

Við skulum nú samt vona að völvan verði ekki sannspá í öllu þessu
sem hún segir. Það má alveg vera logn í smátíma.
                   Gleðilegt ár.


mbl.is Völvan spáir stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

held líka að ég ætti að hafa hærri laun. þó er engan við að sakast en mig. ég verð bara að vera harðari í næsta launaviðtali.

Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er málið Brjánn, þú ert á vinnumarkaðinum. og ég tel að þú haldir ekki að þú hafir of lág laun, þú veist að þú hefur of lág laun.
Og hvað : "launaviðtal" nei. það eiga að vera í launasamningnum
mannsæmandi laun.
Ekki ég og hundruðin annarra, við erum oft kallaðir þurfalingar, þótt við séum að fá laun úr sjóðum sem við eigum, en aðrir fá að valsa með og fjármagna að vild.það er engum að kenna.
Enn minn kæri það er ráðamönnum þjóðarinnar að kenna
hvernig spilað er úr kökunni sem við réttum þeim á silfurfati.
                           Gleðilegt ár Brjánn
                           og gangi þér allt í haginn á nýju ári.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Milla mín. Svo bæjarbúar bara slepptu sér í gær? eyðslusemi er þetta, vona að Björgunarsv. Garðar hafi þá fengið allan aurinn.  Það var Húsvíkingur sem átti húsið sem brann fyrir austan. Hræðlegt að byrja árið í þessum sporum. Mér finnst líka að ég eigi að hafa hærri laun, en eins og Lífeyrissj. sagði í bréfi til mín þegar þeir tók af mér 6.300 í október. þá er ég alls ekki metin til meiri launa en 123,000 per mán. því ég var með svo lítil laun síðustu tvö ár fyrir örorku, enda var ég að veikjast, hafði alltaf haft góð laun og átti þessvegna soldið í fasteigninni minni og hefur það hjálpað okkur. Kær kveðja til þín vina mín og mest um vert er að haga sér vel og vera góður við næsta mann.

           Bouncy 5Bouncy 5Bouncy 5

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 16:17

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þetta er hræðilegt með brunann.
ég trúi því ekki og ætla ekki að láta það viðgangast,
að við þurfum að lifa eins og þurfalingar.
Kveðja Milla.

p.s. Hvar færðu allar þessar myndir???

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.