Vá cool maður!

Það verður bara að fara að setja upp stór vegg spjöld,
til þess að þetta unga geeegt coola fólk fái útrás,
eða virkar það ekki? nei líklegast ekki.
þetta þurfa að vera hús sem fútt er í að skemileggja.
og sem þau vekja athygli út á.
Eru þau að kalla á hjálp? Já ég tel það.
Hvað er að, og hvernig er best að bregðast við,
hvað er búið að gerast í lífi þessa fólks?
Er til eitthver hópur sem talar við og spyr t.d. fólk sem lendir í svona
leiðindamálu, getum við hjálpað þér, hvað er að, viltu losna undan einhverju?
Ef slíkur hópur er ekki til þá væri ráð að setja það á laggirnar, " Strax"
Það þarf að hjálpa ekki bara að refsa.

                                          Góðar stundir.
 


mbl.is Krotað á veggi fjölda húsa í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nau, svalt þú ein af þessum hipp og kúl kaldhæðnu konum ví.
hvað veist þú um það hvort asð það myndi virka að setja upp viaveggi.?
aðal ástæða þess að það er krotað á hús er sú að krotarar eru óánægðir yfir því að fá enga leyfisveggi. efað það yrðu opnaðir leyfisveggir aftr þá myndi krot á einkaeignum stó minka. það myndi ekki alveg hætta, það mun aldrei hætta . en það myndi spara margar miljónir. stjórar borgarinar ráða þessu alveg sjálf. þau eru bara svo heimsk og treg að koma til móts við krotarana. það var sagt við mig um daginn að á síðasta ári hafi 200 miljónum erið eitt í veggjakrot. það var borgarastjórnin sem að kunni ekki að taka á vandamáli og þröngsýnt fólk eins ogh þú.
mér stór líkar illa við.

indridi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:09

2 identicon

Heyrðu það eru nú allveg til Fallegt "veggjakrot" það eru bara þetta Tags sem eru að taka yfir Heiminn Sumar Bombur eru flottar.. og flest öll verk eru flott

Sjáðu bara muninn á þessu
http://www.mbl.is/frimg/4/30/430038A.jpg
http://sp1.fotologs.net/photo/17/49/31/icegraff/1190230855_f.jpg

ónefndur (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:49

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ef þetta krot og skemmdir á eignum annara er einhver tjáning um listformið þá get ég ekki betur séð en sumir eigi langt í land.

Það er til vont og gott veggjakrot. Vonda veggjakrotið er ekki svalt og kæmist ekki áfram enda er það ekki til neins nema að skemma og óvirða eigur annara. (Vilt þú missa brúsann?) Góða veggjakrotið er öguð listgrein sem óvitarnir ættu að kynna sér, það væri svalt.

Það væri líka svalt að setja upp aðstöðu fyrir krakkana þar sem um alvöru samkeppni væri að ræða og þeir einir sem gera 'listaverk', fengju t.d. brúsa í verðlaun. SKILJA HISMIÐ FRÁ KJARNANUM. Það gæti verið leið inn í listaskóla. Það er ekkert svalt við eyðileggingu! Þeim sem lifa fyrir niðurrif er bent á sálfræðing.

Einn spreybrúsi er dýr vara og ég bara spyr hvaðan koma peningarnir? 

Það meiðir mig í augun að horfa uppá skemmdirnar í Reykjavíkurborg. 

Eva Benjamínsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Indriði þú talar um að borgarstjórn sé heimsk og treg að koma til móts við krotarana. Hay you cool gæji, ég er nú bara venjuleg kona, en mundir þú nú ekki vilja lesa það sem ég bloggaði orð fyrir orð þá mundir þú kannski skilja þetta rétt hjá mér. svo máttu lesa kommentið hennar Evu fyrir neðan þitt. Frábært komment það.

Hr. Óskráður jú það er til fallegt veggjakrot og einnig afar ljótt.


Blessuð Eva mín takk fyrir gott inngrip, eins og talað út úr mínum munni.      

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Heidi Strand

Sæl Milla .
Ég tek undir það sem Eva er að skrifar hér að ofan.
Það hlýtur að vera eitthvað að hjá þessum drengjum og kannski útskýrir það margt, en það gefur þeim engan rétt til að valda skemmdum á eigum fólks. Mig hefur lengi grunað að fámennur hópur standi á bak við mest krotið í Reykjavík. Það er svipað handbragð á svo mörgu. Sorglegt er að sjá hvað þeir hafa skemmt fallega fyrrverandi Landhelgisgæsluhúsið sem SIM er á leigu fyrir listamenn. Það er endalaust verið að krota á það hús, bæði veggi og glugga.  Það sama má segja um fallega húsið sem sonur minn með fjölskyldu eiga heima. Útkrotað á báðum hliðum. Dóttir mín krotaði á vegg tveggja ára og ekkert siðar. Þetta krot er einskonar árátta og vonandi fer því að linna eins og rigningunni.

Heidi Strand, 2.1.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Heidi sammála þessu, það er sorglegt að horfa upp á þetta.
                               Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Gunnar

hahaha þetta gamla fólk ...... þessir strakar eiga ekkert erfitt þeim finnst tetta bara gaman og þurfa enga hjalp hahahahah að heyra i ykkur jaja allir segja eg þekki strak sem er graffari en hann gerirt bara fltt blablabla hver einasti graffari sama hversu góður hann er hversu gamall hann er og i hvernig andlegu astandi hann er krotar það er bara þannig allir gera allt auðvita eru frændur ykkar synir vinafolks ykkar og fleiri ekki að segja ykkur fra krotinu heldur bara verknum hahah...

og ekki þræta við mig ég veit þetta því ég hef verið í þessu:D:D:D

Gunnar, 3.1.2008 kl. 03:23

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gunnar ekki ætla ég að þræta við þig.
Þar sem þú veist allt.

Eitt ætla ég að segja þér að aldur er afstæður,
og engin sem er gamall í hugsun er að blogga þeim finnst það asnalegt. Ég tel okkur vera þroskuð.
Mundir þú vilja byrja þitt líf, á sakaskrá út af veggjakroti.
Þarft ekki að svara unginn minn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2008 kl. 08:23

9 Smámynd: Gunnar

átti þetta  '' þar sem þú veist allt'' að vera kaldhæðni eða... ég þekki þessa stráka anna þeirra vel og er  vel inní þessum málum í dag og þetta eru staðreindir en ekki ágiskanir hjá mjér og þeir sem skipta þessari senu í 2 hópa semsagt krotarar og lista menn gera það eingöngu vegna fáfræði segjum að þú myndir velja 10 af þessum sem þú telur listamenn og sýndir mér verk eftir þá þá get éf fullyrt að ég gæti farið niður í bæ og fundið krot eftir hvern einn og einasta....   svoleiðis er veruleikin þó fólk vilji meina annað.. og það er ekki einsdæmi að menn kroti enn þótt þeir séu farnir að nálgast þrítugt .. og það er því miður ekki hægt að útskýra hversvegna fólk gerir þetta og einginn mun skilja þetta nokkurntíman ánþess að hafa verið í þessu sjálfur þetta er bara einhver löngun sumir segja jafnvel að þetta sé sjaldgæf mynd af athyglissýki hver veit????

Gunnar, 5.1.2008 kl. 09:02

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú segir að þessir strákar eigi ekkert erfitt,
en samt segir þú að, hvernig andlegu ástandi hann er, krotar.
Þú segir að ég sé að segja þetta og hitt, en minn kæri,
ég er að segja mína skoðun, þú segir þína, en það á að vera án þess að fólk setji út á hvort annað.
Hvað þíðir að skipta þessari senu í tvo hópa?
Eru sem sagt listamenn og krotarar sena sem er hægt að aðskilja?
Spyr sá sem ekki veit, "þó ég viti allt".
Þú talar um sjaldgæfa mynd af athyglissýki, ja hérna.
Það er engin sem skilur það sem hann hefur ekki lent í sjálfur,
en þú kannski útskýrir það fyrir mér finnst þú ert búin að vera í þessu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 09:38

11 Smámynd: Gunnar

ok skal reyna að útskýra þetta fyrir þér ... þetta er kallað sena íslenska graffiti senan semsagt allt sem er að gerast i graffiti á íslandi um þessar mundir t.d eru nuna mikið af töggum í senunni mikið af bombum( einfaldir stafir spreyjaðir oftast tvöfaldir og tekur oft stuttan tima sérð þetta utum allan bæ) og mun minna af verkum ( lista ræna hliðin sem fólk viðurkennir sem list) þar sem reykjarvíkur borg ásamt villa spætu fremstan í flokki lokaði öllum leyfisveggjumnum í rvk til að reyna að útrýma þessu en það skilaði sér bara í færri flottum verkum og meira af kroti og subbuskap. og ég sagði að allir krotuðu sama í hvernig andlegu ástandi þeir væru í bíddu ef maður er í góðu andlegu ástandi á maður þá einhvað erfitt??? og ég er ekki að segja að þú sért að segja hitt og þetta heldur bara almenningur og fjölmiðlar sem telja einhvað vera satt sem ekki er satt. og ja þetta eru þínar skoðanir og ágætis hugsanir í þessu bloggi hjá þér um fólk sem hjálpar ''veggjakroturum'' en málið er bara það að þetta myndi virka svipað og að labba uppað fótbolta manni og spurja hann hvort einhvað væri að eða hvort honum vantaði hjálp  því þetta er jú bara áhugamál en ekki einhvert vandamál sem hægt er að laga.. og varðandi athyglissýkina það er ekki ég sem segi að þettta sé hún heldur ákveðnir aðilar virkar einsog sumir þurfa alltaf að vera með fíflalæti til að fá athygli sumir þessara stráka gera þetta til að vekja athygli gangandi vegfarenda hvort sem hun er nei kvæð eða jákvæð og nei mér finnst ekki vera hægt að skipta senunni i veggakrotara og lista menn því þetta er sömu aðilarnir .... síðan er líka fyndið þegar fólk(ekki þú heldur almenningur) er að hæðast að kroturunum segjandi að þetta sé ljótt og að þeir ættu að fara á myndlista námskeið og fl ofl þá eru oft þessir strákar sem gerðu þetta ''ljóta'' krot mjög  hæfileikaríkir og margir hverjir í lista háskóla og annað nema hvað að fólk heldur að þetta séu ekki sömu aðilar að verki :D:D:D

Gunnar, 7.1.2008 kl. 04:05

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir útskýringarnar Gunnar.
Ætla bara að segja þér ég er ekki  sammála öllum þínum útskýringum,
en ég get alveg séð muninn á list og  skemmdum.
Á Ísafirði kemur stundum kona sem fékk á sínum tíma leifi til að mála myndir á gamla steinveggi á leiðinni niður að höfn.
Þessar myndir eru bara nokkuð góðar og margt annað sem ég hef séð,
Enn Gunnar það er ekki málið sem umræðir hér, heldur, þurfa krotarar endilega að skemma heimili og verslanir manna, það er ekki þessu fólki að kenna að Villi spæta og fleiri hafi bannað allt veggjakrot í bænum.
Við erum bæði á sama máli og ekki á sama máli.
Enn ég held að við séum á sama máli með það  að listin er fyrir hendi
Gunnar öllum finnst sín list góð, svo er annarra að meta út frá sínu sjónamiði.
Segja þér eina góða.
Kjarval sem er óumdeilanlegur listamaður,
var einu sinni að mála niður í fjöru á Ísafirði, pollarnir voru að horfa á, var hann að mála skip, er hann var langt komin með myndina
þá tók hann til við að mála yfir hana með gráum litum,
pollarnir spurðu: ,,Hvað hann væri að gera"?
Hann svaraði: ,,þetta á að heita skip í þoku.
Mér finnst þetta snjöll saga hvort sem hún er sönn eður ei.
Þessir gömlu góðu lista menn, voru í raun og veru
krotarar þess tíma, en þeir skemmdu ekki eignir annarra.
Þeir bara máluðu sínar myndir, gengu svo á milli manna og seldu
þær svo að þeir hefðu fyrir lifibrauði og  sínum litum. Ég er nú bara að segja þér þetta, ef þú ekki veist það nú þegar, að því að ég fékk smá smjörþef af þessum tíma.

                           Kveðja til þín.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.