Fyrir svefninn.

Skammavísa.

             Ljótur kjaftur á honum er,
             um það flestum semur.
             Þó er verra, því er ver,
             það, sem úr honum kemur.

Kona nokkur yrti ónotalega á Níels Jónsson skálda,
         og hann svaraði með þessari vísu:

             Aldrei var það ætlun mín
             orð til þín að hneigja.
             Skötubarðaleppa lín,
             láttu munninn þegja.

Vestfirzk vísa.

             Allir hlutir mér til meins
             mæða vilja kraftinn.
             Ég hef ekki neitt til neins
             nema bara kjaftinn.

                                 Góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru svo sannarlega kröftugar vísur, svo ekki sé meira sagt, svo í hugann kom þetta:

Hér er iðkað munnamál,
mjög á þvera veginn,
brautin sú er held ég hál,
hin er betur þegin.

Lesandi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður endahnútur á daginn.  Takk fyrir. Big Mouth 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já finnst þér það ekki? Ásdís mín.

Kæri lesandi takk fyrir vísuna.
                
                                þykja mér nú vísur góðar
                                eigi of grófar samt,
                                en að nota kjaftinn, óðar,
                                er okkur afar tamt.

                                         Kveðja Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2008 kl. 08:45

4 identicon

Gleðilegt nýár Guðrún.  Bloggið þitt er hressandi.

Góðar vísur, sérstaklega höfðar þessi síðasta til mín, góð fyrir loftskeytamenn.  Læt Viggó vita.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan  daginn Ólafur og gleðilegt nýtt á, takk fyrir innlitið,
Skilaðu kveðju til Viggós, mér er afar hlýtt til hans og alls hans fólks,
svo máttu gefa heilsu frá mér til Ragnheiðar og Bjarna.
                          Kærar kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband