Hrikalegt .

Þetta er alveg hrikalegt fyrir þá sem eru hræddir
og flestir verða það við svona kringumstæður.
Er þetta ekki að verða ansi algengt?
Verandi búin að fljúga síðan ég var, ja yngri, þá  á þeirri leið er ég búin að
upplifa allskonar tilbrygði af lendingum og í öllum veðrum.
Í flest skipti sem ég hef flogið innanlands hefur það verið með
þristinum sem kallaður er það voru að sjálfsögðu bestu vélar ever.
það var oft svart þá, en málið var að við áttum pottþétta flugmenn
þeir þekktu landið út í gegn og ég treysti þeim 100%.
Lenti einu sinni í því á Glasgow Aierport  öll flugfélög voru búin að aflýsa flugi
nema Flugleiðir þeir ætluðu heim. Þetta gekk vægast sagt hrikalega
sér í lagi fyrir þá sem eru hræddir, það var ekki hægt að koma vélini upp að rana
fyrir hvass-viðri,
vorum mjög smart er inn í vélina komum.
Flugtak gekk upp og niður í orðsins fylgstu merkingu.
vinkona mín var komin niður á gólf af hræðslu.
Við flugum síðan inn í rólegt veður og fengum góða heimferð.
En þetta er ekki sniðugt fyrir þá sem eru flughræddir.
                                Góðar stundir.


mbl.is Héldu að þetta væru endalokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það veitir styrk að fara með "flugferðarbæn" þegar farið er í loftið, rétt eins og sjófarendur fóru með "sjóferðarbæn" áður en lagt var á haf út í gamla daga.

Einu sinni hef ég verið í flugvél með verulega flughræddri konu, sem grét og hljóðaði, þó um ósköp eðlilega lendingu væri að ræða, aðeins svolítill óróleiki í loftinu, svo vélin hristist aðeins og tók smá dífu. Því miður var þetta millilending, og aumingjans konan ætlaði lengra, en trúlega komst hún heilu og höldnu á leiðarenda. Hún fórst að minnsta kosti ekki í flugslysi. Meiri hætta virðist manni á að deyja úr áfalli en af því að vélin hrapi, samanber manninn sem var lagður á sjúkrahús á Egilsstöðum vegna losts. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:24

2 identicon

Já það getur stundum verið ókyrrð i lofti og óþægilegt fyrir farþegana þar sem þau vita voða litið hvað er i gangi i flugstjórnarklefanum. Eg er sjálfur flugmaður hjá Icelandair .Það er mjög eðlilegt og erum við þjálfaðir að hætta við lendinguna eða aðflug þegar aðstæður eru ekki góðar, það er búinn að reikna með eldsneyti við svona aðstæður. Það er mjög algengt hér að fjölmiðlar gera rosalega mikið úr svona atvikum  jafnvel  þó að það er búinn að segja oft að þetta sé bara eðlilegt , maður lendur ekki ef það er ekki hægt að lenda innan öryggis rammans, við reynum ekki einu sinni að hefja aðflug. En veður getur verið fljótt að breytast og erfitt á Islandi og svona getur gerst, séstaklega á veturna. B- 757 flugvél er hönnuð til þess að þola mikið álag enda er vélin með mikið afl og tæknibúnað (bara sem dæmi það má sveigja vængi svo mikið að þeir gætu í raun snert hvorn  annan ) svona álag hef ég ekki einu sinni upplifað . Flugmenn eru þjálfaðir i svona aðgerðum og veðurfari  það er ekkert að þvi að hætta við aðflug, allavega höfum við auka bensín til þess að gera auka aðflug í viðbót áður að við höldum áfram á varaflugvöll. Held að fjölmiðlar eiga sök á þessari  flughræðslu hjá fólki þar sem þeir blása upp fréttina að óþörfu þegar svona atvik gerast.

Jón (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:05

3 identicon

Ég var í þessu flugi og aldrey á ævinni hef ég verið svona hrædd um líf mitt ásamt 13 fjölskyldumeðlimum.Við fengum mjög góða áfallahjálp og ég ætlaði sko ekki með aftur en fékk mig til þess þar sem að ég treysti þessum flugmönnum sem eru taldir einu þeir bestu í heiminum.

Flugið frá Egilsstöðum var frekar óþægilegt en miklu betra en fyrri 2 aðflugin.Og vona ég að enginn þurfi að lenda í svona aðstæðum.

ein sem var í þessu flugi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra kona sem varst í þessu flugi, það var gott hjá þér að fara aftur í flugið suður því annars hefði kannski liðið langur tími þar til þú hefðir þorað aftur, og jafnvel aldrei eins og ein sem ég þekki.
               Gangi ykkur vel að ná ykkur talið saman um hvernig
                ykkur leið, en síðan snúa þessu yfir í að muna
                skemmtilegu tímana þarna úti.
                           Kveðja

Jón ég tek alveg undir með þér í þessu, en það vantar að tala við farþegana á meðan á þessu stendur, útskýra afhverju þetta er svona og hinsegin, flugþerna gæti tekið að sér þetta hlutverk,
að tala rólega við fólk segja því staðreyndir hefur afar góð  áhrif.
Ef þú ert flugmaður hjá Icelandair þá veist þú jafnvel og ég sem vann í stöðinni í mörg ár að allir eru misjafnlega til starfa vaxnir.
Öllum aðstæðum þurfti maður að taka á, maður reyndi að leysa það eftir bestu kunnáttu, og það þarf að gera það á svona stað,
málið með flugáhöfn er að hún tekur ekki ábyrgð fyrr heldur en úti í vél, þá erum við inni í stöð kannski búin að hafa fólkið í seinkun,
frá 15.mínútum upp í 10=20 tíma, svo álagið er ekki mynnst á fólkinu sem vinnur inni. Heldur þú nú ekki Jón minn að Íslendingar viti ekki alt um veðurbreytingar,  jú, en þeir vita kannski ekki að það er ókyrrð í lofti er það er logn niður við jörð. Svo ætla ég að taka upp hanskann fyrir fjölmiðlamönnum í þessu tilfelli. Að sjálfsögðu koma þeir á vettvang og spyrja farþegana og þeir segja sína meiningu og það síðan fer í frétt. það er engin að sakast við ykkur hvernig veðrið er.
                               Góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 15:44

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þegar ég var ung var flugfreyjustarfið mikið í tísku (sbr. allar flugfreyjubækurnar). Draumur annarrar hverrar stúlku var að verða flugfreyja.

Í öllum þeim bókum sem maður las, þar sem ungum stúlkum hlotnaðist sá mikli heiður að vera valin úr hópi umsækjenda sem hæf til að gegna starfinu, var mikið lagt upp úr því að aðalatriðið í þjálfuninni væri að vera viðbúin því að mæta erfiðum aðstæðum, en ekki að vera sæt og fín og brosa fallega.

Vonandi vantar ekki upp á þessa kennslu í dag, og að það sé nóg að vera þægileg, kunna að afgreiða og að stinga pizzusneið í örbylgjuofn (þá á ég auðvitað við millilandaflug).

Það hlýtur að vera mikið atriði að flugfreyjur/þjónar séu starfi sínu vaxin og reyni að gera allt hvað þau geta til að róa farþega og láta þeim líða sem best við slíkar kringumstæður, því auðvitað eru flugstjórarnir fyrst og fremst uppteknir við að fylgjast með aðstæðum og stýra vélinni og ekki hægt að búast við að þeir hafi tíma til að koma líka með skýringar á ástandinu til farþega jafnóðum.

Síðan verður auðvitað einnig að taka vel á málum á jörðu niðri, þegar vélin er lent. Sinna áfallahjálp ganvart farþegum og aðstandendum þeirra, og hlú að fólki, ekki síst ef slys hafa orðið á mönnum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 16:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er allt rétt hjá þér Gréta mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 17:10

7 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þakka þér fyrir innlitið á síðuna mína, ég vissi ekki að þið hafið búið á Ísafirði, eflaust hefur maður séð ykkur bregða fyrir, en ekki kannast við ykkur, maður hefur hitt alltof lítið af skyldfólki sínu í gegnum langafa, hitti Birgir nokkru sinnum í kringum 1971, var hann þá eitthvað að smíða í rafmagni fyrir okkur í sveitinni.

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 4.1.2008 kl. 17:14

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Kæra Milla...Ef ég má kalla þig það... Ég hef flogið vítt og dreift innanlands eem utanlands og er ennþá á ferð og flugi...Á árum fyrr fór ég til Miðils sem sagði mig verða ofuraldraða 95 að verða 96 ára ...í dag er ég aðeins 60 ára og á því eftir 35 ár... Ef einhver er flughræddur, þá bíður sá hinn sami mér með í ferðalagið því flugvélin ferst ekki með mig innanborðs! ...Þetta er að sjálfsögðu einungis gamanmál sem enginn á að taka mark á ...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 18:27

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún Magnea þú mátt alveg kalla mig Millu, og rétt hjá þér er þetta
engin ætti að lifa eftir spádómum.
Málið er að hafa bara gaman og trúa á sjálfan sig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 20:39

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Æi ég hélt að í framhaldinu yrði mér boðið í allar flugferðir og það frítt... Ég hef gaman af lífinu og get verið ofur háðsk...Þetta var tilraun í þá áttina...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 21:13

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú auglýsir þetta bara á blogginu, ferð inn á allar síður,
hver veit Ég fyrir mitt leiti er búin með minn kvóta,
en börnin mín ætla að koma mér til Ameríku, ég leifi þeim bara að halda
að þau geti það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 21:41

12 identicon

Jæja, nú er RÚV búið að svara því sem Mogginn lét hjá líða að greina frá;

Samkvæmt Hilmari Baldurssyni flugrekstrarstjóra Icelandair var engin hætta á ferðum. -fréttir kl 18 á RUV.

*Engin hætta var á ferðum.

*Flugmenn fara eftir ákveðnum öryggisreglum við lendingum þar sem ákveðnar breytur í aðfluginu og brautarskilyrði verða að vera innan tiltekinna marka.

*Að lokum metur flugstjórinn hvort óhætt sé að lenda.

Arfaslök æsifréttamennska hjá MBL, allt gert til þess að fá fólk inná síðuna. Það sama á um Vísir.is og Kastljósið í kvöld hjá Þóru.

Og bloggheimurinn; BLA BLA BLA BLA** (**Skaupið 2007)

Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband