Hvenær hefur það hrifið að nota boð og bönn.

Ekki er ég nú hlynnt því að unglingar drekki,
bæði er það ekki hollt, og svo eru þau svo hálfvitaleg
drukkin, þau bara vita það ekki.
Hver hefur í gegnum tíðina ráðið við unglinginn sinn,
þau fara sínu fram, hvernig sem þau fara að því.
Það má alveg loka skemmtistöðum og banna þetta og hitt,
en hvenær hefur það hrifið?  " Aldrei".
Það eru alltaf undantekningar, hvort það eru við sem eigum
að teljast fullorðin, eða þeim sem eru unglingar, þá förum við ekki öll
eftir settum  reglum, en spurningin er sú hvenær byrjum við að setja reglur?
Það á náttúrlega að byrja í vöggu, en það er afar sjalgæft,
þú ætlar að byrja á því að setja reglur er vandræðin eru byrjuð.
Það er hreinlega of seint.
Börnin þurfa reglur og aga frá byrjun einnig mikla ást.
Og það þarf að kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér
og að þau beri ábyrgð á sínum gjörðum.
Að vera hermikráka er ekki inn í dag. "Sorry".

                                       Góðar stundir.
 


mbl.is Lokun eina ráðið við unglingadrykkju á skemmtistöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

einnig þarf ekki að loka skemmtistöðum, þessi ónefndi maður verður að átta sig á því að ef dóttir hans er undir lögaldri (20-22 ára) þá er hún með annað hvort fölsuð skilrýki eða annarra manna!! 

auðvitað geta allir keypt sem inn eru komnir og í dyrunum er oftast allir spurðir um skilrýki og er ég það enþá og þó komin á 22. aldursár! (enda á flestum stöðum 22 ára aldurstakmark)

Þannig kæri ónefndi maður, það er ekki skemmtistaðnum að kenna heldur dóttur þinni sjálfri!!!  Það er hún sem reddar sér fölskum skilrýkjum eða annarra manna!  ekki skella skuldinni á skemmtistaðina til að skemma fyrir öllum hinum!

dísa (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Dísa, alveg eins og ég segi í mínu bloggi um málið
þið berið ábyrgð á sjálfum ykkur.
Gott innlegg hjá þér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 09:55

3 identicon

Þetta finnst mér alveg kostulegt. Foreldrar hunsa ábyrgð og skella henni á fyrirtæki og stofnanir, hvort sem það eru skólar eða eitthvað annað.

Hvernig væri ef þessi sami maður varði tíma með dóttur sinni, kenndi henni heilsusamlegar leiðir til að skemmta sér og talaði við hana um það að drekka svona óábyrgt væri hættulegt. Þetta færi ekki fram í einu samtali, heldur í ferli sem að heitir uppeldi.

Hvað er næst? Ef að krakkinn þinn keyrir á vegg á Toyota, þá er það umboðinu að kenna?

Nei, því miður eru margir foreldrar á Íslandi latir og nenna ekki að ala upp krakkana þannig að þeir ganga sjálfala um bæinn og gera það sem þeim sýnist. Svo þegar þeir taka ákvarðanir sem eru slæmar þá er það einhverjum öðrum að kenna.

Hvenær ætla foreldrar hér að taka þá ábyrgð sem þeim ber að taka? Að ala upp þessi börn sem þau eru að koma í heiminn?

Linda (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er Íslendingum afar tamt að kenna öðrum um
alla skapaða hluti, en Linda ég er ekki sammála þér um það að foreldrar séu latir. Þetta byrjar sem værukæra við fæðingu barnanna,
síðan má ekki atyrða þessu litlu grey, en ef maður elskar barnið sitt
þá byrjar maður að ala það upp við fæðingu.
Að ala upp barn er ekki að vera vont við það.
Annað er að fólk vinnur svo mikið, það lætur barneignir og það sem því fylgir ekki í forgang, það mætti vinna minna á meðan börnin eru lítil, hafa bara minna umfangs, hætta þessu streði við lífsgæðakapphlaupið , sem fólk nú til dags kallar lífsgæði.
Sér eru nú hver lífsgæðin.
Góður þessi með Toyota.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 10:41

5 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Linda hittir naglann á höfuðið. Fræðsla virkar miklu betur heldur en að setja svört bönn á hlutina. Ég ætla að leyfa mér að efast um að samskipti umrædds manns og stúlku séu með eðlilegum hætti. Ég myndi taka ábyrgðina á sjálfan mig og var að endurhugsa minn gang í uppeldisaðferðum.

Róbert Þórhallsson, 5.1.2008 kl. 10:48

6 identicon

Þetta er nú ekki svona einfalt. Það eru nú ekki bara börn frá "slæmum" heimilum sem lenda í drykkju eða eiturlyfjum. Hlutirnir eru ekki alveg svartir og hvítir.

Auðvitað dugar skammt að vera með boð og bönn, en það er allt of mikið um það að skemmtistaðir hundsi reglur. Bera því jafnvel við að það sé svo mikið að gera á barnum að það sé ekki tími til að spyrja alla um skilríki o.s.frv. Þeirra hagur er að selja sem mest. Þeir komast upp með að selja börnum sem hafa ekki aldur v/ eftirlitið er ekki nægjanlegt. Það er kvartað til yfirvalda en því ekki fylgt eftir með t.d. sektum eða tímabundnum lokunum í refsingarskini. Þetta vita eigendurnir og sjá hag sinn betur borginn í því að selja einum og einum unglingi áfengi frekar en að fjölga starfsfólki svo þeir geti haft meira eftirlit. Það kostar jú pening að bæta við starfsfólki.

Þetta er alveg það sama varðandi hraðaksturinn. Fólk hægir á sér ef það veit af lögreglunni í grennd. Tala nú ekki um ef þeir sjá hana. Hlægja af manninum sem var svo mikill "auli" að láta nappa sig. Svo þegar þessir "löghlýðnu" einstaklingar eru komnir framhjá lögreglunni á sínum 90 km hraða og lögreglan er úr augsýn, þá er bara stigið á bensíngjöfina aftur og áður en varir sýnir hraðamælirinn þriggja stafa tölu. Af því að eftirlitið á vegum úti er ekki stöðugt (það er ekki lögregla eða myndavél við hverja beygju) þá leyfir fólk sér að beygja aðeins lögin og keyra aðeins hraðar en leyfilegt er.

Pointið er. Ef þú kemst upp með að beygja reglurnar án þess að það hafi miklar afleiðingar í för með sér, þá gerir þú það. Það finnst mér vera rauði þráðurinn í rekstri skemmtistaðanna. Auðvitað veistu það að þú gætir einhvern daginn fengið smá skell. Sekt eða annað slíkt en það er þá væntanlega löngu búið að borga sig fjárhagslega með öllu víninu sem þú ert búinn að selja síðustu mánuði eða ár.

Sigrún (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 11:38

7 identicon

Ok, að kalla foreldra lata er kannski sterkt til orða tekið, en það sem ég meinti er að það er allt of algengt að foreldrar kaupi sér frið og kasti svo ábyrgðinni annað. Það er svo mikið áreiti í kring um fjölskyldur og þörfin fyrir veraldlega hluti orðin svo mikilvæg að það sem að stendur fólki næst gleymist, eða verður undir, í látunum. Að ala upp barn er ekki sjálfgefið. Það kostar vinnu og streð og stundum þarf að taka á hlutunum og hreinlega banna hluti. Það þarf líka að næra barn, ekki bara af mat, heldur andlega, en það getur verið erfitt, og allt of oft gefur fólk eftir.

Linda (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 11:44

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þessar skoðanir ykkar. Sammála því að ábyrgðin er foreldranna, uppeldið byrjar heima, skólar og aðrar stofnanir eru að hjálpa okkur og fræða börnin og kenna þeim á lífið á annan hátt. Ég mundi aldrei kenna skemmtistað um að hleypa barninu mínu inn, ég á að gæta þess. Sonur minn yngsti kemur frá "góðu heimili" en fór samt í fíknina, undir niðri veit hann betur því ég reyndi að kenna honum að þetta líf sem hann hefur verið að lifa er slæmt og hættulegt. En honum fannst þetta spennandi, en þetta stóð stutt yfir, nú er hann að reyna að breyta eftir því sem uppeldið kenndi honum. Ég hlífði honum aldrei, ég sagði öllum frá gjörðum hans og lét hann finna fyrir hlutunum. Nú vonar maður það besta, en þetta er ekki neinum að kenna nema honum sjálfum. Þetta hefst allt í vöggu og maður má aldrei kvika frá stefnunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 12:44

9 identicon

"Hvað er næst? Ef að krakkinn þinn keyrir á vegg á Toyota, þá er það umboðinu að kenna?"

Þetta heldurðu að sé fyndið (-:  Því er nefnilega þannig farið að bílaumboðin þurfa að vera með mörg hundruð milljón króna tryggingar ef ske kynni að framleiðendur verði kærðir einmitt í svona málum eins og þú nefnir.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:50

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk öll fyrir góð innlegg í þessa umræðu, sem er afar þörf.

Bragi þór ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara, þetta með Toyota er
að sjálfsögðu ádeila á foreldra, þeir vilja kenna öðrum um allt sem ver fer hjá börnum þeirra. Þetta var það sem Linda meinti.
Hvernig er hægt að kæra framleiðendur fyrir ef einhver ekur á húsvegg
umboðsins?  Er það ekki ökumanninum að kenna,
ef hann ekur á eitthvað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 14:35

11 identicon

Ég er alveg sammála því að foreldrar eigi að hafa ábyrgð í þessum málum en aftur ætti ábyrgð eiganda skemmtistaðanna líka lika að vera fyrir hendi .Eg spyr eru þeir ábyrgðalausir vegna þess að foreldrar voru það , eru ekki landslög sem þessir herrar eiga að fara eftir og eru þau ekki að það ER ÓHEIMILT EÐ SELJA ÁFENGI TIL YNGRI EN 20 ÁRA. Hvernig væri að  skyda þá að þeir þyrftu að hafa og borga fyrir lögreglumann í fullum skrúða við að tékka skílríki og byðja um tvenn myndaskilríki og þegar það er sannað að viðeigandi er nógu gamall líma á viðeigandi armband og barþjónar mega ekki selja viðkomandi áfengi án þess að þetta armband se til staðar ég hef sett mörg svona armbönd á fólk þar sem eg hef unnið við þar sem ég bý. OG SVO EF ÞEIR FARA EKKI EFTIR ÞESSUM REGLUM ÞÁ ER ALLÍ LAGI AÐ LOKA HOLUNNI

Loki (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:07

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Snjöll hugmynd, en heldur þú ekki að þau falsi tvenn skilríki alveg eins og eitt. Annars er ég ekki inn í þessum bransa sjálfsagt eru
veitingahúsaeigendur bara fegnir ef þeir geta selt nógu mikið.
Enn er það samt ekki aðalatriðið að kenna börnunum frá blautu barnsbeini hvað er rétt og rangt.
Ég veit að það er ekki alveg svona svart og hvítt, en ef þú ert búin að gera eins og þú getur, þá er ekkert meira sem þú getur gert.
Ef þau endilega vilja drekka sig útúrfull þá ræður engin við það.
Þetta er og verður alltaf vandamál og það lagar það engin nema foreldrarnir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 17:29

13 identicon

Auðvitað er hægt að falsa tvenn skilrík eins og eitt ,en með þessu er þeim gert erfiðar  fyrir og svo ætti lögreglumaður að hafa meiri þjálfun í að finna fölsun en einhver sem er ráðinn af götunni (þú getur rétt ímyndað þér hvað þessir eigundur skemmtistaða eyða miklu í þjálfun) Þegar eg segi að eigi að loka holunni þá meina eg að það á að gera svona í mánuðar tíma en þá hverfur gróðinn af að selja undir aldri fljótt og það er það eina sem þessir menn skilja. 

Og auðvitað verða foreldrar að kenna börnum að gera mun á réttu og röngu en mín skoðun er að það á ekki að fría skemmtistaðina af ábyrgð sem þeim ber,þeir verða jú líka að þekkja muninn.

Lög og reglur eru ekki settar til þess að brjót þær.

Loki (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:06

14 identicon

Svo annað

Þar sem ég bý eru myndir ökuskírteina þeirra sem eru undir aldri til að drekka  meðrauðum bakgrunni en þegar umræddur er orðinn nógu gamall er bakgrunnurinn blár

Loki (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:20

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Loki lög og reglur eru ekki settar til að brjóta þær, og auðvita eiga veitingahúsin líka að axla ábyrgð.
það eiga allir að axla ábyrgð.
Ég hef nokkuð komið nálægt svona málum í sambandi við mitt starf
sem ég fór með í átta ár, þannig að ég er ekki alveg græn.
Enn takk fyrir kommentin þín.

                             Kveðjur.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2008 kl. 19:55

16 identicon

Guðrún, ég vissi vel að Linda væri að grínast.

En mér er samt alvara - við sem rekum bílaumboð þurfum að tryggja okkur (eða réttara sagt framleiðendurna) alveg rosalega gegn alls konar mögulegum málarekstri.  Gleymum því ekki að bílar eru líka seldir í Ameríku og þar er kært fyrir allt. Svona alþjóðleg fyrirtæki taka enga sénsa.

Sumsé - það er alveg til í dæminu að fólk keyri á vegg og kæri svo bílaframleiðandann út af einhverju. Það hefur margoft gerst meira að segja.  Fólk er stundum svoldið klikkað (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:58

17 identicon

Ég biðst afsökunar ef þetta kemur út eins og ég sé að segja að þú sért alveg græn í þessum málum það var ekki meint þannig svo aftur ég vona að þú takir mark á þessari afsökunarbeiðni

Loki (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 23:00

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Loki afsökunarbeiðnin er móttekin, en það var ekkert svo sem til að biðjast afsökunar á, ég tók því ekki þannig að þú héldir að ég væri græn. Þín skrif voru ekki þannig, mér fannst bara gott að heyra þín sjónamið og það er það sem þetta snýst um að allir komi með sína skoðun, þá kemur oftast nær góð mynd á málið.
Við virtum skoðanir hvors annars það er líka alveg skilyrði fyrir góðum kommentum á milli fólks að það sé þannig.
Vert þú velkominn  með komment inn á mína síðu er þú villt.
                                Kær kveðja til þín og hafðu
                                það gott á nýju ári.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2008 kl. 11:08

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður Bragi Þór, það er gott að þú skildir þetta rétt hjá henni Lindu.     Gott að við búum ekki í  Ameríku, en ég hefði ekki trúað því að fólk væri svo ósvifið  að kenna framleiðandanum um ef það sjálft ekur á,
en auðvitað er allt hægt í Ameríkunni.
Kannski á Íslandi líka? hver veit.
gaman að heyra í þér með þetta.
                       Kær kveðja til þín
                       og seldu vel á nýju ári.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband