Fyrir svefninn.

Jóhannes úr Kötlum  og Kristján frá Djúpalæk
búa báðir í Hveragerði.
með þeim eru kunningjaglettur eins og gerist á milli skálda.
                Eitt sinn kvað Kristján:


                              Ég skal vaka frammi í fjöru,
                              fantinn taka strax í kveld.
                              Ég skal maka Jóa í tjöru,
                              ég skal baka hann við eld.

               Jóhannes svaraði:

                              Að kveikja í Stjána er kostur rýr
                              Krónutap það yrði.
                              Tjaran er svo djöfuls dýr,
                              en drengurinn einskis virði.

Skal tekið fram að allt sem ég rita
í ljóðum og sögum, undir fyrirsögninni.
Fyrir svefninn: Er tekið úr Íslenskri fyndni.
                                                                           Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

 Góðir...takk fyrir mig og Góða nótt, þín eva

Eva Benjamínsdóttir, 5.1.2008 kl. 22:40

2 identicon

Hæ aftur, jú það var rosa gaman að hittast í Bretlandi, gaman að sjá strákana. Við Stebbi misstum okkur aðeins í barnafatakaupum . Bið að heilsa öllum.

Kveðja, Maja frænka.

Maja frænka (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Eva mín það er gaman að þessum bókum um Íslenska fyndni.

                           Kveðja Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mæja mín og Stebbi ég  las það á blogginu hjá Þorgerði að þið hefðuð misst ykkur í innkaupum, enda skil ég það afar vel
þið eruð nú að fá eitt lítið, systir þín segir að það fari þér bara vel að vera óléttri, þú geislar örugglega af hamingju Mæja mín og þá verður maður svo sætur, þú hefur reyndar alltaf verið það.
Meiri óheppnin yfir Þorgerði um jólin, ég sagði nú við hana að ég hefði haldið að það væri Dóra systir ykkar sem væri hrakfallabálkurinn í fjölskyldunni, en hún væri kannski tekin við.
Allt gott að frétta af mér og mínum.
                    Kveðjur til ykkar
                    frá Millu frænku og öllum mínum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.