Það er nú ei nýtt að finna fnyk af braski.

Ef satt reynist þá er þetta ekki gott,
en svona brask hefur alltaf viðgengist síðan ég man eftir.
Það hefur þó harðnað með árunum.
Langamma mín bjó við Þórsgötu í gömlu húsi á horni
Þórsgötu og Njarðargötu. Síðan, fyrir allmörgum árum var allt í einu
komin steinkumbaldi þar sem að húsið hennar langömmu hafði staðið,
ég man að ég fann fyrir sorg yfir þessum breytingum.
Margir hafa eflaust frá svipuðu að segja og á þessum tíma hélt fólk að það hefði
ekkert með þetta að gera.
Auðvitað þarf að rífa hús sem eru ónýt af veggjatítlum,
en þarf ekki að gera það strax?
Breiðast þær ekki í nærliggjandi hús?
Hvað ætli  sé fyrirhugað að komi á þennan reit?
Held að við vitum það alveg.
                                                    Góðar stundir.


mbl.is Lykt af braski í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband