Draugar horfandi á mann í rúminu. Úla, la.

Já hugsið þið ykkur annað eins, nú það gæti alveg gerst að
þeir sem gæta okkar að handan, hafi nú kannski gaman af að,
Nei ég meina sko bara.
Var í gær að lesa bakþanka Þórhildar Elínar Elínardóttur,
þar talar hún um að  hjátrú okkar Íslendinga hafi síður en svo minkað
samkvæmt nýlegum vísindalegum rannsóknum.
Ekki er ég nú hissa á því. Hún segir, að sumir telji að öll fáum við verndar fylgju
svo við förum okkur ekki að voða, Æ, hvað það væri nú huggulegt ef að svo væri
þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af því.
Enn  fulllangt gengið  væri ef  í rúminu fengi maður ei frið.
Þessir bakþankar Þórhildar eru afar skemmtilegir, bæði fyrir þá sem trúa og trúa ekki.
Ég er ein af þeim sem trúir, en ég held að þeir sem eru handan við glæruna
og eru okkur til halds og trausts eru ekkert yfir okkur,
þeir eru með okkur, en láta sig bara hverfa þegar þeirra er ekki þörf.
Svo það er engin langamma sem horfir niður, og hugsar, nú já er þetta svona
nútildagsBlush, maður notaði nú sæng yfir sig er ég var ungJoyful jæja þá og hana nú.
Víddirnar eru til eða er það ekki? Fáum svar handan við glæruna.
                              Góðar stundir.                            


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Næst ætla ég að breiða vandlega upp yfir haus

Ía Jóhannsdóttir, 10.1.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held þú þurfir þess ekki, ef þeir eru þarna þá sjá þeir í gegnum sængina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ef ég vakna við eitthvað sem ég sé ekki, þá ætla ég að bjóða uppí

Eva Benjamínsdóttir, 10.1.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð Eva frænka þú getur ekki boðið uppí, er það ekki svolítið dónó?
Æ skítt með það. það er nú ekki alltaf sem maður getur boðið
uppí, einhverjum sem maður sér ekki, gerast enn.
                              K.v. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband