Loksins sanngirni.

Til hamingju strákar og allir sjómenn með þennan
úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Veit ég að það er mikil gleði í gangi með þennan úrskurð,
og  nú verða ráðamenn að setjast niður með réttum mönnum ,
mönnum sem hafa vit á þessum málum og setja lög um nýja fiskveiðistefnu.
Ég efast ekki um, að erfitt það reynist mönnum, sem sjaldan eða aldrei
hafa þurft að eta ofan í sig gjörðir sínar eða framsettar skoðanir,
að koma fram og viðurkenna mistök sín.
Og það eru margir sem þurfa þess, ekki bara núverandi ríkisstjórn.
Gaman verður að heyra hvernig þeir ætla að snúa sig út úr þessari
ósanngirni sem þeir hafa viðhaft í mörg ár.
Enn til gamans þá læt ég það fjúka með, ég tel það vera einkennismerki
margra  að snúa sig út úr vitleysunni sem þeir gera á kostnað annarra.
                                         Góðar stundir.


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.