Ósvífni.

Maður hefur nú heyrt þetta áður og ég trúi þessu alveg.
Eru ekki komin nógu mörg steinháhýsi í miðbænum, hefði nú haldið það.
Öll strandlengjan frá Seðlabankahúsinu og inn í Laugarnes er byggð
upp í þessum stíl,  geta þeir þá ekki haldið áfram að byggja þar?
Það er hneisa ef haldið verður áfram í þessum dúr.
Hættið að rífa niður gamla arfinn okkar  sem eru þessi gömlu hús.
byggið þar sem er hægt að byggja og gerið upp gömlu húsin.
Skapið  borg sem allir geta dáðst af, það er besti gróðinn.
                                   Góðar stundir.


mbl.is Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hörður, takk fyrir að hrinda þessari umræðu af stað. Ég er íbúi í miðbænum og finnst ansi hart að okkur vegið hér í kjarnanum. Við megum þola ýmislegt á næturnar og um helgar, hús okkar útkrotuð og útmígin, en þrátt fyrir það allt þá er þessi þróun verktaka og afskiptaleysi borgarinnar ábyrg fyrir þeirri sjónmengun sem miðbærinn er orðinn. Hér hrörna byggingar og kofahjallar eins og ég veit ekki hvað og þegar loksins á að rífa þessa hörmung þá verður allt vitlaust.

Hvar er fólkið sem að er svo annt um húsin í Reykjavík á meðan þessu ferli standur? Afhverju æsir það sig ekki á meðan húsin eru að mygla niður í öreindir? Hér eru útkrotaðar og tómar byggingar út um allt, en enginn virðist bera ábyrgð á þeim. Hvernig væri að stöðva ferlið áður en það byrjar og láta eigendur fylgja einhverjum stöðlum um hvernig hús mega líta út?

Linda (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það er rétt hjá þér Linda, ömurlegt ástand,
það eiga að sjálfsögðu að fylgja því kvaðir hvernig húsin líta út.
það eru til dæmis settar kvaðir á ný hús og lóðir þeirra
eigendur fá svo og svo langan tíma til að klára útlitið.
Af hverju ekki alveg eins allstaðar og sér í lagi við eldri hús.
Ég tel að húseigendur af gömlum húsum í Reykjavík (miðbæ)
geri það viljandi að láta þau hrörna niður svo að þeir geti svo látið dæma þau ónýt, selt lóðirnar, og grætt mikla peninga.
Þó svo að Torfusamtökin og húsafriðunarnefnd ætli sér að gera eitthvað í málum gamalla húsa þá ef eigandi þráast við,
er lengi hægt að hártoga það hvenær þeir ætli sér að laga húsin
og ég veit ekki hvort það sé hægt að krefjast þess að menn geri það.
það þarf einnig mikla hugarfarsbreytingu í garð miðbæjarins.
Það þarf að vinna að henni á markvissan hátt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband