Þessi flotta stelpa.

Það var ætíð unun að horfa á þessa stelpu.
Bæði var hún frábær íþróttakona og  flott í alla staði.
Hvernig stendur svo á því að hún fer svona með sig,
það mun ég aldrei skilja.
Vona ég að hún átti sig og lifi betra lífi er hún losnar
úr fangelsinu.

                               Góðar stundir.
 


mbl.is Marion Jones dæmd í sex mánaða fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún var ekki góð/frábær íþróttakona, henni vegnaði vel, en góðir íþróttamenn misnota ekki steralyf né annað. Ljótt að segja þetta en ég kalla þetta gott á hana og vonandi mun hún læra af heimskunni og sjá eftir henni.

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér fannst hún æðisleg og eins og ég segi í mínu bloggi þá vona ég að hún átti sig og lifi betra lífi er hún kemur úr fangelsinu.

Það versta við þessa stera að fjöldin allur er að taka þennan fjanda
allt niður í unga stráka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 10:45

3 identicon

Auðvitað var hún, eða er góð og frábær íþróttakona. Hún virðist bara hafa þurft aðeins meira af sterum heldur en allir hinir topp íþróttamennirnir sem hún er að keppa við, þess vegna var hún gripin en ekki hinir.

svo er spurning hvort henni hafoi verið fórnað, það kemur fyrir líka. 

Ævar (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:12

4 identicon

Þetta er ótrúlegt kjaftæði og Jóhann, ég mæli með að þú farir á hæli. Er gott á þessa stelpu að vera dæmd í 6 mánaða fangelsi frá ungum börnum sínum!? Hvers konar djöfuls fábjáni ertu Jóhanna! Hvað hefur þessi stelpa gert einhverjum öðrum en sjálfri sér? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Hafi rangt við í íþróttum. Rífum hana þá frá börnum sínum og hendum henni í fangelsi. Þetta er algjört rugl!

Aron (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Aron fólk eins og Jones er fyrirmynd þúsunda og jafnvel milljóna ómótaðra barna og unglinga út um allan heim. Svona lagað er mjög alvarlegt og getur leitt af sér óeðlilega hegðun annara og því haft slæmar afleiðingar fyrir aðra en hana sjálfa.

Aron, það að senda Jóhönnu á hæli leysir engan vanda að mínu skapi en ég held að þú ættir sjálfur að huga að eigin orðbragði sem er ekki til fyrirmyndar.

Að lokum vil ég varpa upp þeirri spurningu (til þín Aron) hvort glæpamenn eigi ekki að hljóta refsingu ef þeir eiga ung börn?

Steinn Hafliðason, 12.1.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir gott innlegg Steinn Hafliðason.
Sammála er ég þér í því að refsa beri glæpamönnum, þeir taka út sína refsingu og fá svo nýtt tækifæri í lífinu ef þeir vilja þiggja það.
                             Góða helgi Steinn.

Jóhanna, mín skoðun er sú að ég segi helst aldrei, að það sé gott á þennan eða hinn, mér finnst þá eins og ég sé að hlakka yfir óförum annarra.  Það er ekki mitt að dæma, bara segja mína skoðun.
                              Góða helgi Jóhanna.


Aron biðja vil ég þig að viðhafa kurteisi gagnvart mér og þeim sem kommenta inn á mína síðu.
                              Góða helgi Aron

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 22:13

7 Smámynd: Snuddi

Svona til að hafa staðreyndir á hreinu líka, þá var hún dæmd í þetta fangelsi vegna þess að hún laug og afvegleiddi alríkislögregluna. Hún var aldrei tekin eða féll á lyfjaprófi, hún viðurkenndi þetta aftur á móti sjálf eftir að þjálfarinn hennar tilkynnti lyfjanefndinni að hún hafði notað þetta og sendi sýni af þessum nýja steralyfi til þeirra,  en þá laug hún fyrst að löggunni og bara það eitt að ljúga að alríkislögreglunni getur verið 6 ára fangelsi. Og eftir að hún játaði missti hún öll sín ólympíugull og sveit usa líka í boðhlaupi og viðurkennri að sjálfsögðu í leiðinni að hún hafði logið að löggunni áður. En hún féll aldrei á lyfjaprófi enda voru þetta sterar sem ekki fundust í lyfjaprófum á sínum tíma.

Og eitt í þessu og það er sorgleg staðreynd að allir þeir sem standa á verðlaunapalli á ólympíuleikum hafa notað árangurshvetjandi lyf að einhverju leiti, ef þeir falla ekki hafa þeir bara unnið sína heimavinnu vel........sad but true og það er miklu meira um þetta en nokkurn gurnar.

Snuddi, 13.1.2008 kl. 12:35

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir gott innlegg Snuddi, getur þú kannski frætt mig um hvort einhverjir sterar  komi fólki í vímu, ég er algjör rati í þessum steramálum
en vegna umræðu sem ég tók þátt í, langar mig að vita meira um þessi mál.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 13:45

9 identicon

Snuddi, hefur þú þekkt unga meyju að nafni Völu Flosadóttur? Hefur þú nokkurn tímann talað við verðlaunahafa frá ÓL eða við einhvern frjálsíþróttamann yfir höfuð? Hefur þú einhvern tímann stigið á hlaupabraut? Vonandi er svarið við öllum þessum spurningum NEI. Það væri ekkert verra ef fólk sem ekkert til þessa heims þekkir gerði sér ekki að fífli með fullyrðingum á borð við

"allir þeir sem standa á verðlaunapalli á ólympíuleikum hafa notað árangurshvetjandi lyf"

 en því miður er ekki við öðru að búast af almúganum.

Tomas (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 00:56

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tomas getur þú sagt mér eitthvað um það sem ég var að inna Snudda eftir? En Tomas það er einmitt almúginn sem er í íþróttum,
eða er það ekki?
Takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.