Hætta að veiða loðnu.

Hef heyrt því fleygt að það væri mögulegt ráð
að hætta að veiða loðnu.
Nú urrar örugglega í einhverjum.
Er eitthvað bitastætt upp úr þessum veiðum?
Ekki moka þeir henni upp, geta þeir ekki farið bara á kolmuna.
Vita menn af hverju Þorskveiði er ekki meiri en hún er?
Það er örugglega ekki bara út af ofveiði, einhverjar aðrar ástæður
hljóta að vera fyrir minnkandi veiði.
Vita ráðamenn þessara þjóðar yfirleitt nokkuð um þessi mál?

                                   Góðar stundir.


mbl.is Lítið finnst af loðnu norðaustur af landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur ráðgjöf hafró ekki verið fylgt í loðnuveiðum í gegnum árin ? Jú það held ég nú.

Samt virðis svo vera að stofninn sé hruninn og þar með mikilvægur hluti fæðu þorsk horfinn. Svartfugl drepst úr hor eftir fréttum að dæma frá norðurlandi þar sem hordauður fugl rekur á fjörur í stórum stíl. En skip LÍÚ halda samt áfram að nota flottroll til loðnuveiða eins og ekkert sé þrátt fyrir að flottrollið sé að öllum líkindum ástæða hruns stofnsins.Það væri alla vega skynsamlegt að láta loðnuna nóta vafans en því miður virðist ekki mikilli skynsemi fyrir að fara hjá samtökum í braski og græðgi.

Nonni (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brask og græðgi hrynja ætíð ef að skynsemi er ekki notuð.
Jú það er málið að öllu er fylgt eftir sem hafró segir,
en hver segir að það sé rétt sem þeir segja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband