Hundurinn mesta dekurrófan.

Ef þið eigið hund þá vitið þið hvað ég er að meina.
Þeir eru mestu dekurrófur heimilisins, að sjálfsögðu ásamt
barnabörnunum. Við erum að passa hund fyrir tvíburana mína
sem eru farnar í framhaldsskóla hér fram í Lauga,
þar verða þær næstu fjögur árin, því mamma þeirra fékk vinnu þar.
Mæðgur fengu afbragðs íbúð, en ekki er hægt að hafa Neró litla þar
svo við erum með prinsinn.
Prinsinn er hreinræktaður pudel að millistærð, það er sem sagt ekki tvisturinn
eins og sumir kalla  þennan litla.
Hvorki á Húsavík eða á Akureyri er snyrtistofa fyrir dekurrófurnar
svo að við gamla settið þurfum að sinna því líka.
Við vorum endavið að klippa, raka og snyrta það tók tvo tíma,
á morgun munum við baða hann, og það er sérstakt sjampó
og næring og nudd fær hann líka og hárþurrkun
alveg eins og, er við förum á hárgreiðslustofu.
Það þarf að baða einu sinni í viku, þrífa úr augum á hverjum degi,
kemba og bursta feldinn einu sinni á dag.
Ekki nóg með það Neró er með ofnæmi, hann má bara fá sérstakan
innfluttan hundamat, í honum er Önd, Kjúklingur, Kartöflur og svo má hann fá
soðnar gulrætur.
Þetta er ekki eins og þegar ég átti mína hunda þeir borðuðu bara allt.
Enn Neró er æðislegur hundur og mundi ég ekki vilja missa hann.
Þetta er nú einu sinni litla barnið okkar,
og svo koma þær mæðgur alltaf þegar þær eiga frí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Já Milla mín það er sko alveg rétt að hundarnir verða algjörar dekurrófur, mínir eru það allavega!  en smá leiðrétting, það er hundasnyrtistofa á Akureyri.

Huld S. Ringsted, 14.1.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín hvenær byrjaði hún og hvar?
Sú sem var í fyrra er hætt. Það er nefnilega svolítið erfitt fyrir mig að gera þetta út af bakinu.
Ég veit hvað þið elskið ykkar dýr og mér finnst það yndislegt,
hef eiginlega alltaf á hund, dýrin gefa okkur svo mikið.

                                Kveðja Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Ragnheiður

Voffarnir hehehe

Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 20:36

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ert þú ekki að horfa á boltann? Ekki ég þori ekki, verð að hvíla hjartað
þar til á fimmtud.
Já voffarnir, Neró er í fýlu við mig núna að því ég var að snyrta hann,
en sko ekki út í engilinn þó hann hafi haldið honum.
Enn svo veit ég að hann skríður til fóta hjá ömmu á eftir,
Æ snúllinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég veit að það voru tvær hundasnyrtistofur hérna en önnur hætti, ef þú hringir í Dýraspítalann hjá Elvu þá ættu þær að vera með upplýsingar, ég man eftir að hafa séð auglýsingu hjá þeim fyrir stuttu.

Huld S. Ringsted, 14.1.2008 kl. 22:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín þá hlýtur sú stofa að vera nýbyrjuð,
við erum búin að vera með Neró litla ansi oft hjá Elvu og síðast rétt fyrir jólin, hún var að líta eftir honum, Æ hann er með svo mikið ofnæmi,
hann er góður í dag. Enda er ég í því að segja passið að ekkert fari á gólfið!!!!!.
Þær buðust til að klippa hann síðasta haust, hann þurfti í svæfingu

og hann var orðin svo þurr og bara hræðilega veikur grindhoraður
og við vorum hreinlega að missa hann, höfðum ekki hugmynd um
hvað var að, samt búin að vera með hann hjá þeim hérna ´heima
Hann var á stöðugum meðölum, en fékk alltaf sama fæðið.
það var það, sem var að fara með hann.
Þar til okkur var sagt frá þeim á dýraspítalanum,
þá fór allt í gang og við búin að vera að dekra við hann, svo langt leiddur var hann að við urðum að leika leikrit oft á dag til að hann borðaði. ÆÆÆ nú er ég búin að romsa út úr mér, en þú veist alveg hvað maður getur orðið sár. Ætla að hringja í þau upp á dýró.
           Takk Huld mín kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.