Tala við börn.

Börn eru misjöfn og málefnið er viðkvæmt,
en börn vita meira heldur en við höldum.
Að vara börn við, þau mega ekki tala við ókunnuga,
ekki fara upp í bíla hjá fólki sem þau þekkja ekki neitt.
Við getum endalaust varað þau við, frætt þau um hætturnar, 
við getum sagt við þau að ef þau séu í vandræðum og þurfi að
leita eftir hjálp, þá að gera það í margmenni.
Þetta er að sjálfsögðu afar brýnt að gera, jafnframt því
að ala þau upp í aga, kærleika og sjálfstæði.

Við megum ekki gleyma mestu hættunni sem er afar erfitt að vara við.
Hún er um það sem gerist, á þeim stöðum sem barnið telur öruggt,
inni á heimilum þeirra og heima hjá nánum skyldmennum.
vandasamara tel ég vera að vara þau við því sem þar getur gerst.

Það sem er brýnt að mínu mati er að fólk fari að tala eðlilega og af 
hreinskilni um þessi mál almennt.
Sumir taka börnin sín á eintal og tala við þau í svona alvörutón,
sem sum börn taka sem hálfgerðan skammartón.
Það þarf að nota sálfræðina á börn.
Gangi okkur öllum vel með allt sem við tökum okkur fyrir hendur.

                                     Góðar stundir.

 


mbl.is Mikilvægt að tala hreint út við börnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þegar stelpurnar mínar voru yngri þá kom bæklingur sem ég man ekki lengur hvað hét en hann kenndi manni að ræða þessi mál við börnin sín og meginmálið var að kenna þeim að þau réðu yfir sínum líkama og að enginn ætti að fá að snerta hann nema þau vildu. Þessi bæklingur var skemmtilega upp settur og hef ég óspart notað innihaldið úr honum til að ræða við stelpurnar mínar, vonandi heldur það áfram að skila sér.

Huld S. Ringsted, 16.1.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stundum var nú sagt að ég talaði allt of mikið við börnin mín og þau væru of involveruð í mitt líf, mæ god, þetta voru börnin mín !! ef þau áttu ekki að þekkja mömmu sína vel og finna fyrir öryggi með öllum þeim ulpplýsingum sem ég dældi í þau þá veit ég ekki hvað.?

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís það er það sem verið er að tala um, að það sé talað við börnin,
frá unga aldri,  er aldrei talað of mikið við þau, þau vilja fræðast,
þar til þau hætta að nenna að tala við mann, það er á gelgjuskeiðinu
þú veist, en þá eru þau orðin uppfull af visku sem við erum búin að vera að segja þeim í gegnum tíðina.
Elsku Ásdís mín, svo veist þú að það er sama hvernig við förum að
þau geta alltaf lent í einhverju.
                                 Knús.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Stundum er ég þakklát fyrir að eiga ekki börn sjálf . Hef samt það val að elska öll börn og finn til ef eitthvað ósiðlegt hendir þau.

Eva Benjamínsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld það er frábært að heyra að þú hafir notast við þennan bækling,
mér skilst að hann sé mjög vel útfærður.
Auðvitað er það meginmálið að börnin læri að þau eiga og ráða sjálf yfir sínum eigin líkama.
Heyrðu ég hringdi á dýraspítalann og talaði við þessar elskur og það eru engar hundasnyrtistofur á Akureyri, þær hættu vegna þess að það var engin grundvöllur. fólki fannst þetta of dýrt.
                                    Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín það fylgir því mikil ábyrgð að eignast börn
því að eignast þau er ekki nóg.
Þó þú eigir ekki börn kæra frænka þá hjálpar þú til að passa þau með okkur.  Milla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.