Fyrir svefninn.

Eftir leiksýningu á ,,Gullna hliðinu" var stúlka spurð að því,
hvort hún kviði nú ekki fyrir þeirri stund,
þegar hún ætti sjálf að mæta frammi fyrir hinu gullna hliði.
Svarið var kvenlegt:
,,Onei", sagði hún, ekki þótti henni það mjög kvíðvænlegt.
,,En ég veit bara ekkert, í hverju ég á að vera".

Til stúlku.

          Þú ert ekki, Þura, stillt,
          þegnum sýnir hrekki.
          Stríðir þú við stuttan pilt,
          en strákurinn vill þig ekki.
                                Magnús Teitsson.

                                                   Góða nótt.Sleeping          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmm,,, hvernig verður hún þá þegar hún verður stór? úfffff

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessu hef ég aldrei pælt, ferðafötunum.  Mamma vildi hvítan blúndukjól og fékk hann.  Angel  Girl Angel Girl Angel  hún ætlaði svo að vera snögg að fá vængi hjá Guði sínum og fljúga á milli okkar í fjölskyldunni. Falleg hugsun hjá mömmu heitinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magga það má spyrja sig að því.

Mamma ákvað um leið og pabbi dó, í hverju hún vildi vera,
það er blúndunáttkjóll og sloppur yfir.
Þetta hangir inni í skáp hjá henni elskunni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband