Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
ÆÆ, litli snúðurinn.
17.1.2008 | 10:49
Aðeins að koma því að: ekki að ég hafi neitt á móti því.
Eins og margir vita erum við gamla settið á hólnum að passa
hundinn Neró, hann eiga tvíburarnir mínir sem eru að Laugum.
Hundinn erum við búin að þekkja síðan hann kom til,
en núna er hann litla barnið okkar. Veikur hefur hann verið
snúðurinn, svo hann hefur þurft á að halda smá dekri.
Núna er hann nýklipptur, svo hann er viðkvæmur fyrir kulda.
Í morgunn fór engillinn minn að gera sig tilbúin til að fara morgunrúntinn,
sækja blöðin ( þau eru ekki borin út hér á Húsavíkinni)
sýna sig og sjá aðra, nema Neró byrjar að væla, hann vill með,
eins og hann fær alltaf.
ÉG kalla fram afi, afi, fær hann ekki að koma með?
Afi svarar jú jú, opnar millihurðina og segir: ,, Afi ætlar bara að hita bílinn"
Góðar stundir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 832921
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Krauman í Bretlandi bullar yfir barma
- Næsta áætlun.?
- ,,Ljósum fækkar lífs í byggð !“
- Minn enn í skuggabanni
- Hann er bölvaður dári og kann ekkert til matreiðslu
- Hlutfall innflytjenda hækkað mest á Íslandi
- Er enginn fundur áætlaður um slátrun og afurðasölu á Blönduósi sem er í hrikalegum aðstæðum?
- Evrópa á hraðri niðurleið
- EN ÞÓTTI HONUM EKKI VERA ÁSTÆÐA TIL AÐ SETJA TRÚNAÐ Á UMFJÖLLUN UM MÁLIÐ Í NOREGI?????
- Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um konur
- Þorgerður Katrín herðir tökin
- Engin ókeypis hádegisverður
- Tíska : Fyrirsætinn Jonas Glöer klæðist MASSIMO DUTTI
- Þorgerður Katrín nýtur fulls trúnaðar ESB til skítverka á Íslandi
- Hollustan er ekki við Ísland heldur við ESB
Athugasemdir
Æ Krúttið!
gaman að sjá afa nafnið, við köllum okkur alltaf ömmu og afa gagnvart hvolpunum okkar 
Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 14:01
þú ættir að heyra í honum núna, amma var að taka veskið sitt og setja fram á borð í ganginum, þá veit hann að við erum að fara út,
við lappirnar á mér, hann fær alltaf að fara með.
Kveðja.
kemur og vælir eins og lítið barn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 14:04
Haha kannast við þetta, þeir eru ekkert betri en börnin! Núna hef ég þrjá sem setja upp angistarsvip og mikið vælt ef ég þarf að skreppa í búð. Þetta er að verða pínu ruglandi með ömmu og mömmu talið því ég er "mamma" tíkurinnar og "amma" hvolpanna svo ruglast þetta stundum en stelpurnar mínar taka þátt í þessu: "viltu fara með ömmu"
Æ það er gaman að þessu, þetta eru yndisleg dýr
Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 17:36
Já þetta eru yndisleg og skynsöm dýr, gefur allri fjölskyldunni afar mikið.
. og á nóttunni þegar þær gista, skiptir hann sér á milli rúma, smá tíma í einu, hann þykist ekki geta hoppað upp í rúmin, svo hann vælir til að við lyftum honum.
Ég er nú bara með einn, en þú með 5. hunda það er mikið á meðan þú ert að ala hvolpana, þú hlýtur að vera mjög þolinmóð.
Ég skil vel með nafnaruglinginn mamma og amma,
tvíburarnir, eru mömmur þeirra og mamma þeirra er amma þeirra og ég andmælti því að verða langamma svo ég er líka amma,
þegar við erum allar saman þá veit hann stundum ekkert í sinn haus, ef maður segir komdu til ömmu,
þá horfir hann á okkur báðar, en fer yfirleitt til ömmu no. 1.
hún er búin að ala hann frá upphafi og er best
Ef þetta eru ekki eins og lítil börn þá veit ég ekki hvað.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 19:03
Skemmtilegt að lesa ykkur heheh hér er ég fóstra og minn elskulegi fóstri hans Errós okkar. Gat eiginlega aldrei sett hundinn versus börnin mín.
Er svo rosalega tilfinninganæm gagnvart krökkunum mínum. Okkar Erró er komin á áttunda ár og er alveg eðalhundur og við elskum hann öll
Ía Jóhannsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:59
Ía gaman að heyra um Erró, annars man ég núna eftir honum í færslunni hjá þér um göngutúrinn góða, þar sem ekkert tillit var telið til þín nema af honum, eða þannig

ég gæti líka vaðið eld og brennistein fyrir börnin mín og barnabörn,
en öll elskum við snúðinn hann Neró.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.