Lognið á undan storminum

Það er stundum sagt: ,, Þetta er lognið á undan storminum.
Sjö teknir grunaðir um ölvunarakstur,
góðir landsmenn það eru sjö of mikið.
Hvenær ætlar okkur að skiljast það.
Hvenær ætlum við að þroskast upp úr hrokanum
og hætta þessari vitleysu?
Eru ekki líkamsárásir alltaf alvarlegar, ég tel engar
árásir minniháttar. Þær geta orðið þess valdandi að
þolandinn gerist hræddur við allt og alla í langan tíma.

                            Góðar stundir.
 


mbl.is Sjö teknir við ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað finnst þér um stefnu mbl um að birta ekki uppruna fólks?

Ég tékkaði, 3 af þessum "nýbúar" hvað segirðu um þau hlutföll?

Hjalti (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það á náttúrlega ekki að birta nöfn á fólki fyrr heldur en það sannast sekt á fólkið, og mér finnst óþarfi að birta uppruna fólks sem eru búsettir hér á landi, en ef þetta eru atvinnulausir farandverkamenn
sem ég veit ekkert um þá horfir það öðruvísi við. Veit ekki hvort þetta svari þessari spurningu þinni. Að mínu mati eru mörg svör við þessu.
Ég þekki marga nýbúa sem eru td. giftir Íslendingum, eru heiðarlegasta fólk, vinnur hörðum höndum og vill aðlagast okkur.
Svarar þetta einhverju?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ef ekki eru tilgreindir Íslendingar, sem valda sömu ógn í umferðinni, þá finnst mér óréttmætt að benda alltaf á hinn vonda Útlending. Það þarf verulega að taka til í umferðartímasprengjum, hverjir sem í hlut eiga.

Lögreglan verður að fá betra kaup, þeir eru í miklu áhættustarfi og það vantar mannskap. 

Eva Benjamínsdóttir, 19.1.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva við verðum líka að vera eftirlitsmenn með hvort öðru,
það gengur betur ef allir vita að allir eru að fylgjast með hinum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Milla mín, ég treysti mér ekki til að hugsa um eða fylgjast með hverjir eru fullir í umferðinni. En ef ég héldi partý með víni eða öli þá mundi ég halda ræðu í upphafi og biðja alla viðkomandi að skemma ekki þessa fínu stemmningu með því að keyra út frá mér ofurölvi. Því næst mundi ég sækja töfrahattinn og eftir mína ræðu þá fara allir lyklar í hattinn. Einhver drekkur ekki og ekur heim hinir fara í leigubíl.

Daginn eftir mundi ég skipuleggja 'car pull', þ.e. fjórir fara í bíl þess sem var edrú eða átta ef þeir voru tveir og sækja bílana sína og síðan koll af kolli þangað til allir gestirnir væru búnir að fá sína bíla og ávaxtasafa.

Allir væru þakklátir og ánægðir með að vera á lífi. Og trúlega mundi þetta treysta böndin, ef fólk hefur þá tíma til þess.

Þetta er þekkt í BNA, sérstaklega þegar börn eru keyrð í skólann. Heilu hverfin taka sig saman og foreldrar skipta þessu bróðurlega á milli sín og eru í ábyrgð kannski einn til tvo daga í viku.

Hvernig lýst þér á þetta partý Milla elsku fænka mín.

Eva Benjamínsdóttir, 20.1.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.