Nei engin getur dæmt fyrir aðra.

Hillary Clinton er stórkostleg kona, hún hlýtur að vera það.
Að geta staðið fyrir framan alþjóðasamfélagið,
og talað  um hvað hún lét bjóða sér upp á.
Jú því við veljum það líf sem við lifum.
Ég sem kona tel að hún hafi ákveðið að snúa dæminu við
Hún valdi að vera gift honum áfram, og svona sterk
og bráðvel gefin kona eins og hún er, tekur bara valdið
Stjórnar af mikilli visku, og segir: ,, Þú ræður hvað þú gerið".
Enn ef, þá "BÚMM".

Hvað hefði ég gert, jú ég hefði bara sagt honum að halda áfram
að þvo í þvottavélinni.  By, by.

Skal tekið fram. Þessi skoðun mín hefur ekkert með pólitík að gera
ég var afar ánægð með stjórnarfar Clinton hjónanna.

                                 Góðar stundir.
 


mbl.is Hillary tjáir sig um Lewinsky-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að ég gæti ekki sagt með vissu hvað ég myndi gera nema lenda hreinlega í þessu...ég veit bara ekki hvaða tilfinningar yrðu ofan á hjá mér.

Hún stóð sig rosalega vel í þessari orrahríð sem hún lenti í, kallinn hennar setti mikið niður við þetta en það var bara hans mál en ekki hennar

Ragnheiður , 19.1.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga Þú ert það mikil persóna að ég er viss um að þú létir ekki bjóða þér svona lagað, enda yrði þér aldrei boðið upp á það heldur.
                          Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mundi ekki höndla þetta svona, en það er bara ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 13:02

4 identicon

Maður veit ekki fyrr en maður lendir sjálf í þessu held ég.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:24

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef nú einu sinni lent í svona, fyrir 20 árum síðan og í sambúð í London, þegar upp komst pakkaði ég niður í tösku og fór, lét krókódílatár og loforð um bót og betrun frá sambýlismanninum sem vind um eyru þjóta. Ef þetta kæmi fyrir í dag myndi ég gera nákvæmlega það sama.

Huld S. Ringsted, 19.1.2008 kl. 13:34

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hillary er brilliant og vó þetta mál og mat örugglega með hagsmuni sína og fjölskyldu í huga. Hún tók engar skyndiákvarðanir um að fara því hún vissi um ást Glintons til sín. Maður spyr sig; hefði hún ekki verið forsetafrú BNA, væri þetta þá niðurstaðan? Ég held ekki, þrátt fyrir 'ástina' og allt. Hún stóð þetta ömurlega tímabil niðurlægingar af sér vegna þess að hún hafði samúð heillar þjóðar. Konur þurfa að vera ansi svalar til að láta slíkt yfir sig ganga.

Ég hefði látið óbreyttan gossa, en haldið í forsetann.  

Eva Benjamínsdóttir, 19.1.2008 kl. 14:17

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála Eva Hillary er briljant þó ég hefði höndlað þetta öðruvísi,
eins og Ásdís segir, hún hefði ekki höndlað þetta svona.
Gott hjá þér Huld, gerði það sjálf fyrir 45 árum, maður leyfir ekki svona framkomu við sig.
Gott að þú hefur ekki lent í þessu sjálf, en ég tel þig vera það góða við sjálfan þig að þú mundir ekki leifa þetta.
Hallgerður það væri nú alveg rétt hjá henni að hefna sín en þá væri hún ekki að lifa eftir því sem hún boðar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 14:27

8 identicon

Þetta er magnþrungin umræða, og innihaldið eldfimt. Eiginlega harmleikur fyrir þá sem það snertir. 

Hallgerður vill hefna.  Ég er þeirrar skoðunar að Billyboy myndi skilja það og ekki skrúfast neitt upp af standinum við það.  Samt held ég að frúin sé ekki í hefndarhug.  Það er enganveginn hægt að segja að hún hafi bara kyngt þessu og brosað.  Hún vann bara úr þessu, og að ég held með manni sínum og þriðja aðila, og hlýtur virðingu fyrir, allavega mína virðingu.  Bill Clinton fann ekki upp framhjáhaldið frekar en ég sjálfur, Hallgerður eða Eva.  Freistingar af þessum toga hafa fylgt mannkyninu alla tíð.  Báðum kynjum. 

Eva er brilliant.  Og raunsæ.  Ég held að Billyboy muni ekki freistast aftur, og svo sé almennt með fallið fólk.  Það er allavega mín persónulega reynsla.  Ekki aftur.  Skilja fyrst, leika sér svo, ef það er það sem han/hún vill.

 Sært stolt er sterkt afl sem erfitt er að hemja, og líklega ekki alltaf ástæða til.  En stundum.

Með kveðju 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 16:56

9 identicon

Og Halgerður Pétursdóttir, ég bið þig afsökunar á misskilningnum.  Þetta með lærlingspeyjana er auðvitað bráðfyndið.   Meðal annarra orða, hvert skyldi vera hlutfall lærlingsmeyja/lærlingspilta í Hvíta? ..  Kannski pilturinn af Akranesi sem spurði eftir forsetanum eigi möguleika.  Væri gaman að benda honum á að spyrja.

Og svo fór hún Monica líka illa útúr þessu.  Lífið líklega í rúst ennþá.  Kannski var hún dæmd enn harðar en Bill.  Fékk lengri dóm kannski.

Með kveðju 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:26

10 identicon

Eftir á að hyggja.  Það er alveg stórmerkilegt hverju hún Guðrún Emilía getur komið af stað, sennilega án þess að ætla sér það. 

Og Hallgerður, ég óska þér til hamingju með að hafa ekki lent í þessum aðstæðum, en það hef ég gert.  Fyrir löngu.  Og bara einusinni, sem er einusinni of oft.   Sem betur fer ekki í fjölmiðlum.  Nóg samt.

Kveðja 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:42

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Ólafur Vignir ert þú ekki búin að fá þér síðu? Ef ekki, þá drífðu í því,
þú hefur örugglega margt að segja. það eru allir sammála um það  að Hillary er flott, en  billyboy fann ekki upp framhjáhaldið, en við berum ábyrgð á því sem við gerum. Ólafur minn kæri, allar stelpurnar sem koma inn á þessa síðu eru frábærir húmoristar og afburða flottar í alla staði
og við höfum afar gaman af að rökræða  allt milli himins og jarðar.
Það þarf ekki mikið til að setja af stað umræðu.
Þú kæmist nú að því ef að þú opnaðir þína síðu og segðir okkur sögur frá þínum vinnuferli, ásamt mörgu öðru.
Þú skilar kannski kveðju til Viggós, Bjarna og Ragnhildar frá mér.
                                 Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 20:25

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég þarf kannski í þessum umræðum að segja frá því að þegar ég lenti í þessu  með framhjáhaldið
þá var það með unglingaástinni við áttum í rauninni aldrei að gifta okkur, en ég eignaðist yndislega dóttir með honum og sé ekki eftir þeirri reynslu sem ég fékk í þessu 2ja ára hjónabandi.
Ég hafði gott samband við hans fólk, hann giftist alveg eins og ég aftur,
hann eignaðist fjögur börn með þeirri konu,
þau misstu elsta son sinn,
það var ekið á hann, afar sorglegt,
síðan missti hann konuna sína úr krabbameini.
Hann fór síðan að búa með konu sem hefur ennþá gott samband við okkur, hann er dáinn. Svona er lífið og ég er sammála Hallgerði að fyrirgefningin er öflugasta vopnið sem við eigum.
Guð blessi alla þá sem við höfum þroskast á í lífinu.
                       Kærleikskveðjur til ykkar allra Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 20:43

13 identicon

Takk Milla.  Ég  bið þig afsökunar ef ég hef hleypt blogginu þínu í uppnám. Það var ekki meiningin að hrella vinstúlkurnar þínar,   þvert á móti,   Þessi umræða þín, eins og svo margar aðrar, höfðaði bara til mín, ekki síst vegna þess að fyrir mörgum árum var ég GERANDI í svona máli.  Það svíður ævilangt.  Það uppvekur. Það er aldrei hægt að breiða alveg yfir það .  Og ég meina ALDREI.  Og ég bara varð. Þú gafst mér tækifæri til þess.  Takk.

Og ég kann ekki að fá mér eigið blogg, en mun að þinni hvatningu fá son minn til að hjálpa mér við það.  Samt hef ég ekki frá degi til dags neina sérstaka þörf fyrir það.  Mér liggur yfirleitt ekkert sérstakt á hjarta sem ég þarf að koma frá mér ..  Reyni samt. 



Og Hallgerður mín kær, takk sömuleiðis.  Þetta með höggið er svo sannarlega rétt.  Nú, 25 árum síðar er höggið sem ég veitti sjálfum mér enn greinilegt í öxlinni.  Sálinni.  Ég stend keikur vegna þess að mér var fyrirgefið.  Ekki strax.  Seinna.  Stóð einn eftir með yngsta soninn, fékk annan 3 árum síðar í lottóinu.  "Einstæður" faðir með tvo.  Nú 25ára og 16ára.   Mikil lífsreynsla. Mikil hamingja. Ég verð að trúa því að siðblinda sé ekki varanleg.  Í dag er ég ekki haldinn siðblindu. 

Og að missa barn er nokkuð sem ég gjörsamlega óhæfur að gera mér grein fyrir hvernig yrði.  Ég get ekki ímyndað mér hvernig ég kæmist í gegnum það.  Yfirþyrmandi sorg.  

Og enn,  siðblinda er rétta orðið.  Ég VAR siðblindur, ég er EKKI siðblindur. Og í Eyjum já!  Óskar Matt var minn vinur.  Og hans synir eru mínir kunningjar.  Og Þóra.

Kveðja 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 21:36

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæri Ólafur þú þarft ekkert að biðjast afsökunar á neinu hér, þú hefur ætíð komið fram af kurteisi og alúð, og ef það getur losað um eitthvað innra með þér að tala við okkur hér þá ert þú hjartanlega velkominn til þess. Ólafur minn þú talar um að það sé ALDREI hægt að breiða yfir
gjörðir sínar alveg, nei það á ekki að breiða yfir þær,
það á að fyrirgefa sjálfum sér það sem maður gerði sjálfum sér og öðrum, og fyrirgefa öðrum það sem þeir hafa gert þér.
Ætla ekki nánar út í þetta núna, eigum eftir að tala saman er þú ert búinn að opna síðu.
Mér heyrist þú hafa ýmislegt að tala um og til þess er þetta blogg
að létta á sér og fá stuðning.
Þú segir að það sé ekkert sérstakt sem þú þurfir að koma frá þér
svona dags daglega, en trúðu mér  þú kemst að öðru er þú byrjar.
Þér á eftir að líða betur.
Svo tel ég líka að þú hafir staðið þig vel, ala upp drengina og halda heimili fyrir þá, það er bara nokkuð.
                                    Góðar kveðjur Ólafur Vignir
                                             Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband