Fyrir svefninn.

Mál séra Péturs Magnússonar frá Vallanesi var mikið rætt hér í bænum.
Séra Bjarni Jónsson og Páll Ísólfsson voru við jarðaför saman.
Páll Ísólfsson sagði þá við séra Bjarna: ,, getur þetta gengið
fyrir prest, ef það sannast, að séra Pétur hafi verið á gægjum
á glugga hjá stúlku að næturlagi?"
,,Held varla", segir séra Bjarni. ,,það gæti í hæsta lagi
 gengið fyrir organista".

         Hálfkæringur um stúlku.

                              Það er í einu orði sagt
                              og að fullu sannað,
                              að þér er flest til lista lagt,
                              lygin jafnt og annað.

                                                   Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl,mig langar endilega að vita eftir hvern vísa þessi er,getur það verið Káinn?

jensen (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir og góða nótt elskan min.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt.

Heidi Strand, 20.1.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi vísa er að sjálfsögðu ekki á höfundar, og ekki hefur hann viljað nafn sitt kennt við hana, því hér er hún höfundarlaus.
Allt sem ég hef verið að rita í bloggi mínu fyrir svefninn,
er tekið upp úr bókunum Íslensk fyndni, þær eru teknar saman af
Gunnari Sigurðssyni frá Selalæk. og eftir því að dæma er vísan ekki eftir Káinn. Bækurnar fékk ég á fornbókasölu, þær hafa ekki verið gefnar út í áraraðir.
                                Kveðja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband