Fyrir svefninn.

Maður nokkur fékk háan reikning frá lækni fyrir
sjúkravitjun til tengdamóður sinnar, sem var nýdáin.
,, Þetta er hár reikningur fyrir ekki neitt",
varð manninum að orði. ,,Fyrir ekki neitt?" spyr þá læknirinn.
,,Já", sagði maðurinn, ,,hafið þér læknað hana?"
,,Nei" svaraði læknirinn.
,, Hafið þér þá drepið hana?" spurði maðurinn.
,, Nei auðvitað ekki", segir læknirinn.
,,Hvað hafið þér þá gert?" Varð manninum að orði.

Vestmanneyingur, Sigurður að nafni, var kærður fyrir
æðarfugladráp af manni, sem Erlendur hét.
Um það var kveðið:

                                 Siggi er skolli súreygður,
                                 af sektarhrolli stynur.
                                 Þessu olli Erlendur
                                 æðarkolluvinur.

                                                  Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 21.1.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góða nótt Milla frænka

Eva Benjamínsdóttir, 22.1.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk snúllur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.