Eru ekki styrkir mútur?

Í mínum uppvexti voru styrkir og hverskonar gjafir kallaðar mútur.
Sá ágæti maður Björn Ingi Hrafnsson, bætir nú ekki úr,
með því að segja að þetta hafi verið styrkir og að flokkurinn hafi ekki
orðið fyrir útgjöldum vegna fatakaupana.
Nei kannski ekki útgjöldum, en skömm að mínu mati.
Það getur verið að það sé í lagi að þykkja svona styrki,
kannski er ég bara svona gamaldags.
Ef þetta tíðkast nú til dags, er þá ekki í lagi að hafa það aðeins
minna áberandi.
það sem gerist, ef frambjóðendur koma fram eins og klipptir út úr blaði,
og sjálfsálitið  á afar háu stigi,  virka þeir eins og drottnarar yfir
fólki, ekki að þeir séu að vinna fyrir fólkið.
Ég segi fyrir mitt leiti, svona fólk fær ekki mitt atkvæði.
Fólk á auðvitað að vera vel til fara, en framkoman verður að vera
á jafnréttisgrundvelli og hlýleikinn verður að koma innanfrá.
                                   Góðar stundir.


mbl.is Keyptu föt fyrir tæpa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eins og tekið úr mínum huga, sauðalitirnir eru góðir, en það mætti nú alveg lífga upp á þá, en þeir eiga að borga það sjálfir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: ViceRoy

Gaman var að sjá Björn Inga keyra í burtu frá Framsóknarhúsinu á Range Rover jeppanum sínum.... til hvers þarf hann og aðrir fatastyrk? Virðast hafa það nógu gott.

ViceRoy, 22.1.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Sæþór, þetta fólk þarf engan styrk frekar en við.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki spurning, fer í framboð (ef ég kem nokkru sinni aftur þarna í sandkassalandið)  læt setja mig efst á lista og fata mig upp, segi mig síðan bara úr flokknum rétt fyrir kostningar.  Djöfuls bull er þetta þarna!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband