Til hamingju Borgarstjórn.

Borgarstjórn: Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðisflokksins
með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fararbroddi ungs fólks
sem veit örugglega sínu viti í dag.
Ætla ég að vona að þau beri gæfu til að halda út kjörtímabilið,
og muna að þetta snýst ekki um valdabaráttu, heldur samvinnu.
Mér hugnast málefnasamningurinn afar vel og standið við hann
gott fólk.
Til hamingju Ólafur F. Magnússon með borgarstjóratitilinn.
Gott gengi og farsældar í starfi bið ég til handa ykkur.
                           Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Ég held því miður að Ólafur F viti ekki hvað samvinna er, enda ekki getað lynt við neinn í gegnum tíðina, ekki einu sinni þá sem "eiga" að vera með honum í "flokki" , sem er samt enginn flokkur.

Hann var heimilislæknirinn minn í fjölda ára, og ég hef ekki góða reynslu af honum, því miður. Hann er algjörlega laus við að kunna nokkuð í mannlegum samskiptum.

Þetta var svartur dagur í gær

Ásgerður , 22.1.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Ásgerður

Góð kveðja til þín samt

Ásgerður frænka

Ásgerður , 22.1.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ Ásgerður mín ég þekki hann ekki neitt, en ef fólk lærir aldrei af mistökum sínum, þá er náttúrlega eitthvað að. kemur í ljós.
Þætti vænt um ef að friður skapaðist, svo hægt sé að fara að vinna.

                            Kærar kveðjur Milla frænka.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður ég er líka alin upp við góða siði og að orð skulu standa,
Það er nú eins og engin orð standi í dag, hvorki hjá einum né neinum.
Er það afar slæmt.
Föðurafi minn var góðmenni sem taldi að handsal ætti að standa,
og það gerði það ætíð frá hans hendi.
Í staðin fyrir að styrkja hina og þessa gaf hann útigangsmönnum
og fátækum fjölskyldum, en hafði litla samúð með sýnilegum  auðnuleysingjum. Ég mun aldrei gleyma föðurafa mínum eða ömmu ,
þau voru jú fyrirmynd fjölskyldunnar.
Móðurafi minn var líka með heiðarlegri mönnum sem fyrirfundust.
Æ, mátti til að láta þetta fylgja.

Pólitíkin skiptir mig ekki máli í borgarstjórn, þetta er allt gott fólk,
en ég vill sjá framkvæmdir, en ekki logndoða þangað til að.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 10:22

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég er brjáluð yfir þessu valdaráni

Eva Benjamínsdóttir, 22.1.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín þau eru víða valdaránin, ég vona bara að við förum að sjá framkvæmdir, annars.laus.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.1.2008 kl. 15:04

7 identicon

NEI , ÞAÐ ER EINHVAÐ AÐ OG MIKILL SKÍTALYKT AF ÞESSU OG óLAFUR KEMUR ÞVÍ MIÐUR ÍLLA ÚT.

Hef

Milla jr (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:04

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku jr til hamingju með að hafa skoðun, það er rétt sem þú segir,
en verðum að vona það besta.
                         Knús á þig
                            Mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2008 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.