Ekki sá fyrsti sem heldur að hann eigi heiminn.

Allar eignir hjóna sem ekki er gerður samningur um áður en til
hjónabands er stofnað, kemur til skipta við skilnað.
Ekki veit ég neitt um þetta einstaka mál,
en þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn halda þessu fram.
Það á ekki að þurfa að dæma í svona málum,
þetta á að vera skýrt.

mbl.is Aflaeimildir ekki einkaeign manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu eiga aflaheimildirnar að reiknast sem eign síðan eru skuldirnar dregnar frá og þá fæst út HREIN EIGN sem er svo skipt til helminga við skilnað, þetta er nú ekki flókið og er alveg með eindæmum að ekki skuli vera hægt að vinna eftir þessum lögum.  Hvað veldur?

Jóhann Elíasson, 24.1.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Jóhann, ekki veit ég hvað veldur hugsunargangi fólks.
Eitt veit ég: ,, af peningum verða menn apar".
Annað sem er einkennandi fyrir flesta skilnaði, er að maðurinn segir,
Þú átt ekki neitt, þú getur ekkert fengið.
og öfugt á stundum. Lögfræðingarnir spila sitt hlutverk afar misjafnt,
stundum hef ég það á tilfinningunni að þeir séu að tefja málið til að fá meiri pening út úr dæminu.
Afar illa er hægt að fara með brotnar sálir, eftir andlegt ofbeldi
í ára raðir er hægt að láta fólk skrifa undir hvað sem er.
Það er svo margt sem veldur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2008 kl. 10:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf nú ekki mann með "rukkarapróf" (lögfræðing) til þess að sjá að það er ekki hægt að taka eign eða skuld út úr fyrirtæki og skipta fyrirtækinu svo upp, bæði lögfræði og siðfræði mæla gegn svoleiðis gjörningi og þar af leiðandi skil ég ekki þankagang "rukkarans" þegar hann tekur málið að sér því hlutverk hans, er að gera skjólstæðingi sínum grein fyrir lagalegri stöðu hans og möguleikum á að vinna málið og þegar "rukkarinn" rækir ekki þær skyldur sínar heldur rekur málið af annarlegum hvötum, sem enginn þekkir eða skilur, ætti tvímælalaust að refsa honum harðlega og taka af honum "rukkararéttindin" tímabundið og vara svo við honum og vinnubrögðum hans á opinberum vettvangi.

Því miður þekki ég þetta með andlega ofbeldið (og líkamlega) sem var búið að ganga í áraraðir og sá sem ofbeldinu beitti fékk hinn aðilann til að skrifa undir ótrúlegustu pappíra og fékkst sá gjörningur ekki leiðréttur fyrir dómstólum.  Það er ekki sama RÉTTUR og RÉTTLÆTI.

Jóhann Elíasson, 24.1.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera þetta svoleiðis, það vitum við, en
lögfræðingar gerir örugglega skjólstæðingi sínum grein fyrir lagalegri stöðu málsins, en áður en endalega er gengið frá málinu reyna menn allt til að ná fram sínum kröfum, sem vonandi alltaf ná eigi fram að ganga.
Nei Jóhann RÉTTUR OG RÉTTLÆTI er ekki það sama.
Mér sýnist við vera að tala sama tungumál.
Við  erum einnig meðvituð um samskonar mál,
það er að segja: "Ofbeldi".

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband