Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Ekkert gengið hér í dag.
25.1.2008 | 17:45
Alveg síðan í morgun hefur verið ólag á netinu
hjá okkur hérna fyrir norðan, ég hélt að ég væri
sú hægfarnasta, af öllu hægfara, en tölvan er búin að
eiga heiðurinn af því í dag.
Mér var að detta í hug hvort það væri svona mikið álag,
í bloggheiminum fyrir sunnan, að við norðanmenn kæmust
ekki að, en haldið þið það nokkuð?
Jæja ég er að fá hluta af fjölskyldunni í mat, og er ég að elda
Italíanó goermet rétt með saladi og brauði,
best að fara að sjóða pastað, það verður að vera heitt er ég
blanda saman réttinum og svo beint á borðið.
Vona að sunnan menn séu ekki að drukkna í snjó
Góðar stundir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Belenusar völva
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum liggur nú fyrir. Afleiðingar fyrir Bandaríkin eru sennilega -- hagkerfi þeirra fellur í kreppu fyrir nk. árslok!
- Hlýindaspá
- Drukkinn sjómaður óskar eftir sparnaðarráðum. (Reykjavíkurborg)
- -stríðsvætturinn-
- Þórdís með stjórnarliðum
- Framhald á kynningu á þeirra geimskipum:
- Við viljum fríverslun!
- Aðeins íbúakosning getur bjargað Grafarvoginum frá "eyðileggingu"
- Lán Í óláni
- Nóg komið af dómsvaldi EES/ESB
- Tvær óreiðuskoðanir, og ein óskýr - 20250403
- Mannasetningar sem fólk telur nauðsynlegar herja á okkur
- Loksins skimun og grimma stafavíxlvélin virkjuð
- Mannfórnir
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Íslenski hlutabréfamarkaðurinn skelfur
- Væntingar fyrir uppgjör Alvotech voru miklar
- Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun
- Nær 100 tonn af hrossakjöti
- Hertz tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty
- Sveinn ráðinn verkefnastjóri
- Tvöfalt hærra auðlindagjald en mögulegur tollakostnaður
- Hlutabréfaverð féll eftir tollatilkynningu Trumps
- Hringl í útgjaldamálunum á Íslandi
- Harpa var arðbær fjárfesting
Athugasemdir
Milla mín, hér hefur allt verið í 'slow motion' á netinu, ég hélt það væri tölvan mín en svo er ekki því þetta er að lagast.
Einhver góðhjartaður hefur komið við hjá mér seinnipartinn og mokað svo ég kæmist út.

. Hér fyrir sunnan er mikill snjór, ég komst ekki til sjúkraþjálfarans
. Ég verð með saltfiskveislu á morgun en verði ykkur pasta ummmm að góðu. Kveðja eva frænka 
Eva Benjamínsdóttir, 25.1.2008 kl. 18:02
Takk Eva mín, þú kemst örugglega í saltfiskveislu

á morgun þá verður búið að moka allt.
Mikið áttu annars gott að eiga vin sem kemur og mokar
fyrir þig.
Ég á líka afar góða uppskrift af pastarétti með saltfisk, ummmmmm.
Kveðja til þín frænka mín kær
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2008 kl. 18:16
Milla mín, gefa evu frænku saltfiskuppskrift með pasta, þá get ég gert eitthvað ævintýralegt og sagt þér hvernig tókst til.
Eva Benjamínsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:21
Penne með saltfiski, chihi og graslauk.
300 gr. Pene.
1. st. chili ferskt.
20 stönglar graslauk fínnt saxaðir.
2 st. tómatar saxaðir.
1 st. laukur finnt saxaður.
3 st. hvitlauksgeirar sneiddir.
100 gr paemesan.
1 st. sítróna.
dass af pipar svörtum.
sýður pastað í söltu vatni.
steikið saltfisk í olíu+ chili, lauk, tómötum og hvítlauk.
setja 5 ds. pastasoð á pönnuna kreista sítrónu út í,
sigtið pastað og blandið saman við saltfisksósuna.
Stráið parmesan og graslauk yfir,
og smakkið til með pipar.
Gott að hafa ferskt salat og brauð með td. foccacia
fæst í bakaríinu,
mér þykir einnig gott að hafa gott maltbrauð með.
Tillaga sem ég ólst upp við.
það er að hafa nýbakað rúgbrauð með lasagna, afar gott.
Verði þér að góðu Eva mín Þín frænka Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.1.2008 kl. 21:02
Hjartans þakkir Milla mín, ef ég kemst í búð á morgun, þá vantar mig bara graslauk, chili og tómata. Þessi uppskrift hljómar vel. Ef ég kemst ekki eftir þessu þá verð ég að gera einhvern spuna.
Sjáum til hvað verður læt á þetta reyna og læt þig vita.
Hvað er Penne?
Þú hlýtur að vera rosalega flink Milla frænka

Eva Benjamínsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:21
Eva mín, takk fyrir að lesa hjá mér fyrir svefninn, mér finnast þessar sögur og vísur svo skemmtilegar.
Penne er pasta tegund, svona 5 cm. langt og hollt að innan,

Pastað þó það sé sama bragðið af þessu öllu, þá heitir það allt eitthvað vist, þú sérð það utan á pökkunum.
Það er alveg hægt að leika af fingrum fram með pastarétti, td.pasta og afgangurinn síðan í gær og góð pastasósa með, kannski veist þú þetta, en læt það fylgja.
Ef að þú opnar pastasósu þá stendur á krúsinni, hversu lengi eftir opnun hún er í lagi yfirleitt er það bara 2. vikur, en þetta eru svo góðar sósur að þú getur notað þær með næstum öllu, bara td. út á ristað brauð með osti.
Flink já ætli maður hafi ekki verið kallaður það í gegnum árin,
ég er til dæmis alveg hætt að baka snúllurnar og tengdasonurinn eru tekin við því, en hef alveg óskaplega gaman af að elda mat hugsa
upp matseðla og tala um mat og að sjálfsögðu að borða hann,
og er næstum alæta á mat, en hann þarf að vera vel lagaður.
Kveðja Eva mín og gangi þér vel.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.