Ofbeldismönnum er viðbjargandi.

Var að lesa grein um þetta efni í Fréttablaðinu í gær,
Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson sálfræðingar
hafa veitt körlum sem beita heimilisofbeldi, hjálp eftir að
þeir eru tilbúnir að axla ábyrgð á sínum gjörðum.
Þeir segja að það sé hægt að skipta mönnum í tvo flokka,
annarsvegar: Þeir sem grípa til ofbeldis vegna óöryggis í
samfélaginu, hinsvegar vegna að ofbeldi þeirra sé
réttlætanlegt, öll mannleg samskipti séu átök um völd,
annaðhvort sigrar maður eða tapar.
Meðferðin  "KARLAR TIL ÁBYRGÐAR" Var sett á laggirnar af
tilstuðlan jafnréttisráðs, Rauða krossins og heilbrigðisráðuneytisins
árið 1998. eftir Norskri fyrirmynd ,, Alternativ til vold".
Tilvitnun úr greininni lýkur.
Er þetta afar vel og full þörf á, en því miður þá biðja þeir ekki
um hjálp fyrr heldur en  allt er komið í óefni og orðin er þrýstingur frá
öðrum vegna alvarleika málana.
það tekur menn langan tíma til að viðurkenna það að þetta er
engum að kenna nema þeim sjálfum.
Þeir bera fulla ábyrgð á sínum gjörðum.
Engin!  Orsakar hegðun þeirra, nema þeirra eigin geðsýki.

T.d. Konan sefur, er sparkað fram úr rúminu og lamin.
       Konan situr við matarborðið, fær kjaftshögg yfir borðið.
       Konan kemur fram í eldhús, fær krús í andlitið. "Sjúkrahúsferð"
       Konan komin 7 mám. á leið, fær hnefann í magann, voru á leið í bæinn.
       Konan og annað fólk í veiðiferð, konan veikist, gat ekki sinnt honum
       þá sat hann yfir henni mest alla nótina með sígarettu og sagði
       stöðugt á ég að brenna þig, hún var svo hrædd að hún þorði ekki að kalla á hjálp.
       Sonurinn tekur í taumana einn morguninn og segir: ,, ef þú snertir hana mömmu
       einu sinni enn, þá drep ég þig"

      Og ég spyr, hvað fær okkur konur til að þola þessa niðurlægingu 
      bæði á okkur sjálfar og börnin okkar.
      Erum við svo hræddar að við þorum ekki að taka skrefið.
      Ekki segja mér að það sé af ást, það getur engin elskað svona menn.

      Hvet allar konur til að  athuga að leifa ekki svona framkomu við sig.
      Þið hafið alltaf valdið á þeim tíma og stað sem hlutirnir gerast.
      EKKI LÁTA ÞAÐ GERAST. ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI.
                            GÓÐAR STUNDIR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín, Já sárt, en þarf að koma upp á borðið,
það eru svo margar konur og karlmenn í þessari stöðu.
Það sem ég er að segja er heilagur sannleikur,
og af mörgu fleiru að taka.
                         Knús á þig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla mín nú varð mér illt við lestur en því miður er þetta víst rétt og satt og allt of margir sem stinga hausnum í sandinn og þegja þunnu hljóði.

Ía Jóhannsdóttir, 27.1.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín það er rétt hjá þér, og það verður að vekja konur svo þær skilji að í dag eru þær ekki einar, þær fá alla þá hjálp sem hugsast getur
þær verða bara að leita eftir henni.
það var enga hjálp að fá hér,Ja ekki fyrir svo löngu síðan.

Má til að segja þér. Skemmtilegasti penni allra tíma,
Þráinn vinur ykkar Bertelsson, dásamar veru sína í Prag og gæði sinna ágætu vina sem leigja honum íbúð sem þau eiga í bænum, og er hann að sjálfsögðu að tala um ykkur, er það ekki annars.

                          Kveðja Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Konan reynir aftur og aftur að fá hjálp. Hún fer til ráðgjafa áfengisstofnunar og áfengisstofnun bíður henni bæli. Hún á ekki í áfengis eða vímuefna vanda að stríða, heldur sambýlismaðurinn eða eiginmaðurinn. Hún fer til prestsins, hann segir henni að skilja við fyllibyttuna. Hún fer til geðlæknis,  hún heldur að hún sé ástæðan fyrir öllu ofbeldinu og eitthvað klikkuð og þegar geðlæknirinn er búin að sannfæra hana að svo sé ekki, þá segir hún ofbeldismanninum frá. Þá gerir ofbeldismaðurinn atlögu ræðst á konuna og heimtar að fara til geðlæknisins líka annars 'drep ég þig, tussan þín'.

Ég þekki mörg ótrúleg dæmi um heimilisofbeldi, hef sjálf lent í því fyrir mörgum árum og fann hvergi skjól fyrr en ég fór í Kvennaathvarfið. Það er virðingarvert að menn séu komnir að kjarnanum og farnir að taka á sínu lífi í stað þess að lúmskra á konunni, sem er mjög veikt en sársaukafullt fyrir fórnarlambið. Það eru samt alltof margir þarna úti við þessa ömurlegu iðju sína. Ég er nú afar þakklát fyrir þá hjálp sem þessir menn eru að fá, þ.e.a.s. þeir sem vilja það sjálfir.  PEACE

Eva Benjamínsdóttir, 27.1.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verst er þetta Eva mín, þegar ekkert vín eða vímuefni eru inni í myndinni. þetta tilfelli sem ég er að segja frá var á þeim tíma sem nýbúið var að opna kvennaathvarfið og konur úti á landi vissu varla
af því. Guð sé lof fyrir þá hjálp sem þú fékkst Eva mín.
Konan sem ég er að tala um fékk sína hjálp frá sínum
frábæru börnum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 15:32

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það erfitt að skilja af hverju konur búa við svona ofbeldi fyrr en maður hefur lent í því sjálf. Þekki þetta af eigin raun, reyndar ekki barsmíðar en andlegt ofbeldi en sem betur fer kom ég mér frá því. Alveg rétt hjá þér Milla, þessa hluti þarf að koma með meira upp á yfirborðið svo að auðveldara sé að hjálpa konum sem búa við þetta.

Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það sem mér finnst líka er að þótt kerfið okkar sé gott og allt það
þá er kærleikurinn nauðsynlegur og að láta vita að þær séu ekki einar um vandamálin.
Og að það megi ekki bíða of lengi með að gera eitthvað

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 17:57

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Efir sjö ára skilnað frá eiginmanni, hitti ég skemmtilegan, vel gefin mann sem ég gat hugsað mér að búa með. Hann var mjög töfrandi og lokkaði mig til sín á bleiku skýi. Þvílík hamingja og nóg pláss þangað til fór að þrengja að mér allverulega og ég fór eftir 3 1/2 ár.

Strax á fyrsta ári var andlega ofbeldið byrjað. Ég hafði mikið að gera í húsinu og garðinum sem ég hannaði og ræktaði allt sem ég vildi frá fræjum, hann kunni að meta það. Hann kunni vel að meta ætan garð og ég fékk allt sem ég þurfti til að framkvæma verkið.

Búin að missa íbúðina mína, sem ég var að eignast og sem ég undi mér vel í í fimm ár. Nú var ég aftur orðin ein, farin frá öllu sem ég reyndi þó að rækta. Næstu fimmtán mánuðir voru öryggið, sem telst gott. Ég notaði tímann vel í Penthúsinu og hélt tvær myndlistarsýningar 1995.

Áhrif ofbeldis á fórnarlamb getur leitt til dauða.

ÓNÆMISKERFUÐ HRUNDI!

Ofbeldi er dauðans alvara!

Ég hélt ekki einu sinni að Kvennaathvarfið væri fyrir barnlausa miðaldra konu einsog mig. Þvílík vitleysa, einsog nafnið ber með sér, Kvennaathvarfið er það auðvitað fyrir konur. Þar fékk ég hjálp um leið og ég leitaði þangað.

Það á engin kona skilið svo vont að búa við heimilisofbeldi. Það eiga engin börn það skilið að þurfa að horfa upp á foreldra sína í slagsmálum.

Byrja að vinna strax í vandamálunum og gera plan, ekkert tilfelli er eins.

Gangi vel,kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú fékk ég tárin í augun, elsku Eva mín ég dáist að þér fyrir að hafa farið. Það er allt betra en að láta bjóða sér slíka framkomu.
ég leifði það í 27 ár.Það sem ég fékk út úr því voru 3 yndisleg börn
Dóru mína átti ég með mínum fyrsta manni og hún er
stórkostlega góð. Ekki veit ég hvernig ég færi að án þeirra.
                        Kveðja Eva mín frænka Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 18:57

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert yndisleg Milla frænka að kveikja á umræðunni, takk fyrir það. Þú hefur heldur betur þurft að líða í öll þessi ár og dásamlegt að þín eigin börn gátu bjargað þér út. Bravó fyrir þeim frændsystkinum mínum! Sjáðu Milla hvernig ég eigna mér góða fólkið.

Ég átti ekki börn en tók fegins hendi að verða amma eva, þriggja drengja í þrjú og hálft ár. Manni er skammtað eitthvert líf í ákveðin tíma virðist vera. En þar sem ég var ekki blóðskyld ömmu evu strákunum, þótti engin ástæða til að vera í sambandi við mig. Það voru ekki bara plönturnar sem ég saknaði, ég saknaði barnanna.

Penthúsið var dýrt, rúmgott, bjart með útsýni yfir borgina, sjö Kirkjuturna taldi ég. Rýmið og aðstaðan var tímabundin því ég hafði ekki efni á að reka mig sjálf og sinna myndlistinni. Þá fer ég að veikjast osfrv. Oft eru áföll orsakavaldur sjúkdóma.

Ég gæti kannski orðið næsti Borgarstjóri ?

Æ, ég ætlaði ekki að misnota aðstöðu mína Milla mín og skrifa ævisögu mína enn ef það gæti hjálpað einhverjum, að heyra svona í sannleika sagt þá er Björninn unnin. Vona að fleiri konur tjái sig um heimilisofbeldi hvort sem þær hafa lent í því orðið vitni af eða ekki. kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:17

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva við verðum að miðla af þeirri reynslu sem við höfum lent í
og aðstaða þín er til að nota hana í þína og annarra þágu.
Þakka þér Eva mín fyrir að segja frá þinni reynslu.
                                       Kveðja Milla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband