Fyrir svefninn.

Óli sat hjá móður sinni, og litli bróðir hans var að skæla í vöggunni.
,, Sendi guð okkur litla bróður?" Spurði Óli mömmu sína.
,, Já Óli minn ", svaraði móðir hans.
,, Honum hefur leiðst að heyra í honum gólið", sagði Óli.


Hjón voru að kýta.
,, Þú vildir ná í mig, þú getur ekki sagt að ég væri neitt
   að elta þig", sagði konan.

,, Það kann að vera", svaraði bóndi hennar.
   Gildran eltir ekki mús, en hún veiðir hana".


Beinakerlingavísa til fiskimanns.

                             Ég veit þú kannt að meta mig,
                             maðurinn þorskafróði.
                             Ég er stór og stæðilig;
                             stimplaðu mig nú, góði!
                                             Ingólfur Gíslason læknir.

                                                          Góða nótt.Sleeping
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Brandararnir góðir Milla

Huld S. Ringsted, 28.1.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar brandarar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hefði ég heldur átt að þakka fyrir mig hér?
Allavega takk kærlega fyrir hrósið!! Það geta fá orð lýst því hvað ég var gapandi hlessa, takk takk og enn og aftur takk!
Bara gaman að fá svona, og svo fyrst ég skrifa nú hér, þá finnst mér alveg með ólíkindum að þú sér 65 ára, sýnist það ekki á myndinni, virðist yngri en það
Knús til baka!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Milla mín, guð og englarnir veri hjá þér í nótt. Takk fyrir þinn vinnusama dag í pistla skrifum, ég vonast til að gera eitthvað næstu daga. Grínið gott fyrir svefninn...kkv.eva

Eva Benjamínsdóttir, 29.1.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kæru vinur og góðan dag, Já það er alveg nauðsynleg að grínast.
Milla jr. var að segja við mig að ég gæti nú komið með nýrri
brandara, en ég sagði að það væri ekkert gaman af þeim.
Og svo tjáði ég henni, til mikillar armmæðu að þegar Íslensk fyndni
þryti, mundi ég koma með Íslenskt mannlíf og hún sagði það er nú ekki í lagi með þig,
en ég held hún hafi nú lúmskt gaman að þessu.
                             Knús á ykkur inn í daginn Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2008 kl. 08:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín Alma Takk fyrir að líta inn hjá mér, ég las nú þakklæti þitt á síðunni þinni og svaraði því þú hefur bara misst af því.
Þakka þér sömuleiðis, snúllan mín maður lítur stundum betur út á myndum heldur en í raunveruleikanum. Þennan dag sem þessi mynd er tekin var ég yfirmáta glöð, það var verið að skýra litla ljósið mitt hana Aþenu Marey og öll barnabörnin mín voru fyrir norðan og það var svo gaman, síðan er ég búin að fá einn strákling í viðbót, hann er 5.mán.
Róslín Alma mín haltu þínu striki, vert þú ávallt svona kát og góð
þá verður þú aldrei gömul innan í þér, það er það sem skiptir máli.
Þú ert örugglega framtíð Íslands.
                         Knús á þig snúlla
                         Milla á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband