Er verið að teygja lopann, eða standa orð.

Þeir gætu verið að teygja lopann, komið síðan með eitthvað útspil,
Við verðum bara að loka, og engin veit í rauninni eitt eða neitt.
Ef að lokun HB Granda á Akranesi var út af því að Faxaflóahafnir
stóðu ekki við það sem átti að gera,
af hverju sagði stjórn HB Granda þá ekki frá því?
Þá hefði verið hægt að beita þá þrístingi.
Nú skulu allir sem hlut eiga að máli, standa sig,
og byrja að framkvæma.
Það sjá það allir heilvita menn að það er ekki hægt að loka
fiskvinnslu á Akranesi, frekar heldur enn á öllum öðrum stöðum á landinu.
Það þýðir ekki að mínu mati að reyna að telja okkur trú um
að þeir hafi þurft að loka út af þessari kódaskerðingu,
ekki hjá HB Granda.
Smærri fyrirtæki, þurfa að loka tímabundið vegna skerðingar,
og er það afar bagalegt, en það er ekki vinnsla með engan fisk.
Þessar mótvægisaðgerðir okkar ágætis ríkisstjórnar, er ekki að virka.
Nú segi ég en og aftur, út úr glerhúsunum með ykkur,
þar sem þið hafið setið og þóst ekkert vita, hummað fram af ykkur að
leysa málin, þar til nú að allt er að fara í hundana hjá fólki
og fyrirtækjum. Ef þið vitið það ekki,
þá hefur þetta áhrif á alla þætti samfélagsins.
En engu er hægt að trúa fyrr heldur en allt er komið á fullt.
                                  Góðar stundir.


mbl.is Höfnina skal efla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.