Dagurinn í dag.

Eins og ég sagði í gær þá er Milla jr. veik við fórum
með Viktoríu í skólann um leið og ég fór í þjálfun.
síðan var ég sótt og keyrð heim, þá fór engillinn
með litla ljósið hana Aþenu Marey á leikskólann.
Ég var með tilbúið kaffi er hann kom heim, en þá
hringdi Milla, það þurfti að sækja Viktoríu í skólann,
hún var orðin veik. þvílíkt ástand.
Nú það þurfti að versla fyrir liðið svo við fórum að versla
fyrir Millu, Dóru og okkur sjálf, við vorum hálf fyndin
í þessu öllu saman, síðan var það apótekið og heim
var búin að fá nóg.
engillinn fór síðan aftur að kaupa þurrkur á bílinn
og að sækja Aþenu Marey á leikskólann klukkan tvö.
kom heim fékk sér te og brauð og brunaði síðan
inn að Laugum með vörurnar og taka tvíburana mína
tilbaka þær ætla að vera hér heima um helgina.
litla ljósið býður spennt eftir þeim.
er þetta ekki skrautlegur dagur hjá okkur ræfils
gamlingjunum, en þetta gefur lífinu lit.Heart
og það verður gaman hjá okkur um helgina,
það er að segja ef maður veikist ekki líkaSick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki veikjast það er bara hugarástand, eða þannig.  Hvað er ég að bulla, sem er oft veik.  Hafðu það bara mjög gott elsku Milla mín. Kveðja frá Bjarna mínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Ragnheiður

Úff mikið að gera hjá þér Milla mín.

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla mín minn dagur var ekki svona erilsamur en ég fór líka í Apotek en ekki eftir lyfjum heldur nikotíntggjói.  Þori ekki annað en að byrgja mig upp áður en ég fer heim.  Ætla að gera verðsamanburð heima og hér.  Borgaði tæpar 700 ísl. peninga fyrir pakkann er ansi hrædd um að þetta kosti aðeins fleiri skildinga á landinu góða

Þú veikist ekki neitt, hugsa jákvætt vinona

Njóttu helgarinnar með þeim sem eru þér kærir.

Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ég ætla ekki að veikjast það væri bara bömmer,
hafið þið það bæði gott um helgina snúllur mínar.
              Kveðja til ykkar beggja.
                 knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ragga mín ég var nú að fíflast með það, að nota svona út úr gamla veika fólkinu en það er nú bara hlegið að mér og sagt,
þér finnst það ekki leiðinlegt, og það er náttúrlega alveg satt
                              Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía ert þú að meina það, kostar nikotíntiggó bara 700 kr.
ég held að það kosti um 2000kr. hér heima, en samt ekki alveg viss.
ég ætla ekki að veikjast neitt hugsa ætíð jákvætt.
Ég er nú þegar farin að njóta helgarinnar, hún var fljót að hressast hún Viktoría Ósk er hún heyrði að tvíburarnir væru að koma, svo þær eru hér allar þrjár, hún er 9 ára þær að verða 17.
hér eru engin aldursskil.
                                Kveðjur og góða helgi
                                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 20:47

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín hér er bara við frostmark, en oft er kaldast þá eins og þú veist og hálkan er mikil núna, þannig að best er að fara varlega,
en allir eru komnir í hús núna, stelpurnar að leika sér, engillinn að horfa á útsvar og ég sit hér á uppáhaldsstaðnum mínum í tölvuverinu,
þau kalla það því nafni snúðarnir í kringum mig, eins og ég sé ein um það að setjast hér, Nei nei það eru sko fleiri.
Ég sýndi stelpunum barnabörnin þín og þær fengu alveg tremma,
amma við getum alveg haft, hætið hætið sagði ég, þessi tími hjá ykkur er búinn. Punktur Basta.
mér finnst nefnilega alveg nóg að passa hundinn
                             Kveðjur og góða helgi Sigga mín
                                           Milla 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 20:58

8 identicon

BARA TAKK FYRIR ALLT MAMMA MÍN

JÚNIORINN (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 22:59

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Yndisleg færsla og athugasemdir gagnlegar takk. Þú færð enga pest þú ert svo rík af ást til allra Milla mín, þú veikist ekki...enda engin tími til þess.

Hvort ætli tvíburarnir séu eineggja eða tvíeggja? Þú ert umkringd fólkinu þínu, börnunum, barnabörnunum ekki laust við að maður verði hálf sjellú en njóttu þess út í ystu æsar, ekki var mér ætlað hlutverkið.

Nú er ég búin að ákveða að losna við nikótínið úr líkamanum með geðtöflum sem heita Zombí..nei Zampex? víst geðveikt dýrar töflur. Annars fæ ég bara plástur með nikótíni, á meðan ég kíli hitt í gegn með góðu. Tyggjóið er vont fyrir tennurnar, munnangur af tungurótartöflum og ég nenni ekki að blístra í gegnum harða töflu sem veltist um í munnhvolfinu alltof lengi. Tyggjóið er mjög dýrt hér á Íslandi, man ekki en ég hafði fljótt ekki efni á því en leyfði mér að kaupa sígarettur. 

Eva Benjamínsdóttir, 2.2.2008 kl. 02:46

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis litla stelpan hennar mömmu sinnar flýttu þér að verða frísk. Þín elskandi mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 09:29

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Eva mín, já ég er svo lánsöm að ég er að springa af kærleika.
Tvíburarnir mínir eru eineggja og eru þær alveg eins,
þær tala jafnt, hafa sama matarsmekk, fatasmekk eru alltaf eins klæddar alveg sama hvað hver segir, yfirleitt með sömu einkannir út úr prófum og þær eru afar duglegar að læra, eru smá nördar eins og við segjum, fara ekki á diskó, hlusta ekki á þessa hefðbundnu popptónlist
og hafa þennan góða eiginleika að geta verið 16 ára og farið niður í að leika við litlu frænkur sínar eins og ekkert sé.
Ég á líka 7 önnur barnabörn og eru þau öll svo vel af guði gerð að ég þakka honum á hverju kvöldi fyrir þau, og nú verð ég að hætta að tala um þau, en ég gæti gert það í allan dag.

Endilega hættu að reykja, er ég hætti þá var ég búinn að gera mér plan, hætti 4 júní 2004 var á sterkasta plástri í mán. síðan á næsta í mán. og veikasta í mán, var búin að setja mér þetta og það gekk,
er ekki að segja að það hafi verið auðvel, en vertu bara ákveðin
það er yndislegt að losna við þennan fjanda.
                               BaráttukveðjurMilla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband