Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Sorglegt og algengt.
2.2.2008 | 08:53
Sumir segja ungdómurinn í dag, en ég get ekki tekið undir það,
þessi hegðun ungamannsins speglar sem betur fer ekki
öll ungmenni. þessi ungi maður ásamt mörgum öðrum
unglingum þurfa hjálp til að snúa við blaðinu.
Þau lúta engum aga, orðin þetta vaxin úr grasi.
Og því miður þá hafa flest þeirra aldrei þurft að
lúta aganum þess vegna er vandamálið.
Er ekki eitthvað meir að er barnið ræðst á móður sína
eða verða þau bara svona af tölvunotkun.
Í þessu tilfelli er móðirin búin að gefast upp, hringir á lögregluna
lögreglan tilkynnir barnaverndarnefnd, vona ég, því þá fæ
drengurinn hjálp. Gangi þeim allt í haginn.
Góðar stundir.
![]() |
Ósætti vegna tölvunotkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Staðreyndir og trú. Er hann upprisinn?
- Um páska
- Ambögur og Herfustjórn
- Þór barðist við tröllkonur. Páskarnir eru enn einn sigur ljóssins á myrkrinu, á sigri Þórs yfir tröllkonum femínismans
- Jörðin er ekki flöt hún er hnöttótt.
- Hægri og vinstri samsæriskenningar
- -stríðsþokan-
- Yfirlýsing um fósturvísamálið ...
- Orð guðföður Viðreisnar
- Myndir af þeim.
- Enn einn naglinn í kistu covid bóluefnanna
- Samskipti Alfa við beta í gegnum söguna - Hvar fellur Trump inn í myndina?
- Skjátextar á vitvélaöld
- AÐ TAKA UPP EVRU (VERSTU MISTÖK SEM HÆGT ER AÐ GERA).....
- Einn pakki, enginn valkostur
Athugasemdir
Hefurðu tekið eftir því að þegar unglingar snappa út af heimskulegum, tilgangslausum og fordómafullum reglum, að þá eru reglurnar aldrei vandamálið, heldur bara að þeim sé ekki hlýtt?
Það þarf ekki meiri aga. Það þarf minna af heimskulegum, tilgangslausum reglum sem þjóna engum og gera ekkert gagn nema að gera börnin fáfróðari um tölvur.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:12
Ég veit meira um þessi má heldur en þú heldur,
að gera þau fáfróðari um tölvu, er ekki allt í lagi?
þau vita allt um tölvur, þurfa bara þessi sem ráðast á mæður sínar að vera minna í þeim. það vantar aga frá því að þau fæðast.
Punktur Basta.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 17:35
Guðrún, þetta er svo innilega satt sem Helgi segir. Það er svo ofboðslega algengt að einhverjir fornaldar foreldrar sem kunna ekki að setja geisladisk í geisladrifið séu að setja krökkum reglur um tölvunotkun. Tölvunotkun er EKKI slæm, ég veit það af eigin reynslu.
Agaleysi er ekkert tengt tölvum, það er tengt óhæfum foreldrum sem leyfa börnunum að komast upp með allt. Þegar ég eignast barn þá mun ég svo sannarlega leyfa því að vera eins mikið í tölvunni og það vill eins lengi og það sinnir öllum öðrum skyldum eins og heimanámi, líkamsrækt og félagsskap.
Andri (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:26
Andri þegar þú eignast barn þá ætlar þú að leifa því að vera eins mikið í tölvu og það vill, eins lengi og það sinnir öllum öðrum skyldum
eins og heimanámi, líkamsrækt og félagsskap.
Ef barn sinnir öllu þessu skilmerkilega þá er ekki mikill tími eftir til
tölvuiðkunar.
heldur þú að það séu margir forpokaðir foreldrar til nú til dags?
Ég þekki enga.
Tölvu notkun er ekki slæm, en hún getur algjörlega farið úr böndunum það hlýtur þú að vita þó þú sért ungur.
Góð kveðja til þín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.