Traustið er mikið í borgarstjórn.

Held að það hljóti að vera eitthvað erfitt samstarfið í borgastjórn,
þegar menn þurfa endalaust að lýsa yfir,
að þeir treysti samstarfsmönnum sínum
þá er eitthvað bogið við samvinnuna.
Ekki er ég að segja að menn geti ekki sagt sína meiningu,
en það má þá ekki brjóta í bága við málefna-samninginn
sem borgastjórn lagði upp með að mundi standa í einu og öllu.
Og ég held að Ólafur F. Magnússon mundi eigi sætta sig við annað.
Flugvöllurinn í vatnsmýrinni og allt sem því fylgir,
að mínu mati er allt annað útilokað.
20.000 manna byggð getur átt samleið með flugvellinum eins
og allt annað sem á að koma þarna.

Gísli Marteinn lýsir skoðun sinni , hann vill 20.000 manna byggð
í Vatnsmýrinni og viti menn Dagur B. tekur undir það.
Hvað er í gangi? Gæti það hugsast að plott væri þarna á ferð?
Það hefur löngum verið sagt að einu flokkarnir sem gætu
myndað starfshæfa borgastjórn væru sjálfstæðis og samfylkingar menn.
Ef að það yrði, yrðu þá ekki allir glaðir, engin mundi setja út á það,
ekkert vantraust og allir brosa hringinn.Smile


mbl.is Ólafur treystir Gísla Marteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það væri það að önnur bylting væri í bígerð, kæmi manni ekkert á óvart

Huld S. Ringsted, 2.2.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei sko, kæmi manni ekki á óvart.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Þessir 101 rugludallar eru búnir að mála sig út í horn með þennan gamla miðbæ og Gísli Marteinn er engin undantekning. Ólafur er eini maðurinn sem getur bjargað borginni frá algjöru hruni.

Það er enginn grundvöllur að ríkið bjargi vitlausu skipulagi með endalausum jarðgöngum. Sundagöng, Öskjuhlíðargöng, göng undir Þingholtin, göng undir Kópavog og göng undir höfnina.

Og eftir alla þvæluna á ríkið að byggja nýjan flugvöll á ónothæfum stað.

60% borgarbúa vilja hafa flugvöllinn á sínum stað, meirihluti borgarbúa vilja vermda gamla bæinn.

 Gísli Marteinn, Dagur B, Hanna Birna, Steinunn Valdís og fl. ættu að gera eitthvað altannað en að vasast í skipulagi. 

Sturla Snorrason, 2.2.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Ragnheiður

Er ekki sagt að byltingin éti börnin sín ?

Fín hugleiðing hjá þér Milla mín eins og alltaf.

Ragnheiður , 2.2.2008 kl. 20:16

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragga mín, ég get ekki annað en hugleitt þessa stöðu
sem gæti komið upp.



Auðvitað vilja flestir flugvöllinn í vatnsmýrinni og vernda gömlu
húsin okkar, ég held bara að sumir séu ekki nógu þroskaðir til að skilja þetta Sturla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég held því fram að eftir 20 ár eða svo verður búið að leggja af flugvöllinn í Vatnsmýrinni og innanlandsflug komið til Keflavíkur, enda allt of dýrt land undir þessa starfsemi. Þetta er ekki óskhyggja heldur blákaldur veruleikil. Þó það taki 30 - 40 mín að komast frá flugvelli niður í miðbæ Rvk úr innanlandsflugi held ég að það muni nú ekki draga svo neinu nemi úr flugi. Lítum bara á veruleikann i dag, fólk sem býr í efri byggðum Rvk er kannski 40 mín að komst til vinnu þannig að ég sé ekki að þetta sé neitt sem ætti að vera óyfirstíganlegt.

Gísli Sigurðsson, 2.2.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sammála Gísla, þannig verður þetta og 20 ár eru ekki lengi að líða. Og þá verður Laugavegurinn orðin Bond street.

Eva Benjamínsdóttir, 3.2.2008 kl. 02:56

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gísli og Eva það verður flott þegar laugavegurinn er orðin Bond street
læt aka mér niður strætið  í hjólastól þegar það er orðið, því
væntanlega verður það göngustræti

Þetta með flugvöllinn mér finnst vegalengdin ekki tiltöku mál
flugvöllurinn á að vera í vatnsmýrinni.
Það á að breyta og fagurlega skipuleggja þetta svæði í heild sinni
engin háhýsi eða steinturnar til að eyðileggja þetta yndislega svæði
sem við eigum þarna.
                                        Kveðjur frá einni gamaldags
                                                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.