Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Fyrir svefninn.
4.2.2008 | 20:54
Björn Jónsson ,,Keyrari" á Siglufirði ok einu sinni
Jakobi Havesteen kaupmanni á Akureyri og
nokkrum öðrum heldri mönnum frá skipsfjöl
upp að Hvanneyri í Siglufirði.
Á leiðinni spurði Jakob:
,, keyrið þér síld?"
,,Já --- og þorska," svaraði Björn.
Þeir þögðu.
Bænarorð prests.
Andskotans hef ég axlaverk,
enginn það læknað getur
nema þín höndin harla sterk.
Heyrðu það djöfulstetur!
Sr. Páll skáldi.
Prestur sunginn úr hlaði.
Einar prestur er nú seztur
upp á hestinn stór.
Þessi gestur þótti verstur.
Það var bezt hann fór.
Góða nótt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Milljarðar evra til Pútíns
- Þétting byggðar og almenningssamgöngur er eftir leikbók vinstrisins
- Snjöll tillaga um borgarlínuna
- Virðing Alþingis
- Á hættulegum stað
- Dagar íslenskrar ónáttúru
- Bæn dagsins...
- 300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ekki furða að braskað sé
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslenskum heimilum?
- Stórastahræsnaraland - haltir leiða blinda
- Frétt á Vísi tengir morðið á Charlie Kirk beint við transmál
- Islenskur ungdómur í tískunni
- 65% ríkisstarfsmanna eru konur
- 2000 milljarða viðskiptatækifæri í hafinu við Ísland
- Flugferð í myndum
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Afi minn var einhverntíman í den kallaður Jónas keyrari. GN.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 21:16
Keyrari?? Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 4.2.2008 kl. 21:44
Draumkveðja inn í nóttina Milla mín
Ía Jóhannsdóttir, 4.2.2008 kl. 23:41
Milla mín, mér er alveg að takast að sofna fyrir miðnætti.
Á eina staðnum sem hægt er að komast í samband hér, eru karlrembur að horfa á kúrekamynd á stöð tvö....vinsamlegast beðin um að slökkva lampaljósið á borðinu svo ég sé varla á lyklaborðið.
Nenni ekki að rífast, ég er svo södd og sæl að ég ulla bara
og byrja brosandi í þrekæfingum á morgun, ef ég vakna. Góða nótt Milla mín, ég bið að heilsa öllum, farðu vel með þig.
kveðja
eva frænka.
Eva Benjamínsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:16
Það er svo gaman að heyra í þér Eva mín, gott hjá þér að nenna ekki að rífast það tekur bara frá manni orkuna, ég vildi að ég væri með þér þarna, manni líður svo vel eins og þú segir og annað sem mér fannst svo flott það gefur þér rétt til að vera svolítið léttrugluð og kát.
Milla.
Þegar ég var þarna vorum við nokkur sem vorum kærð fyrir læknunum fyrir hávaða en læknarnir sögðu að við mættum hafa gaman og hlæja að vild því það væri 50% af lækningunni.
Góða nótt Eva mín, kærar kveðjur til þín og njóttu þess að vera þarna.
Þín frænka
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.