Baneitrað kvikindi. Eða hvað?

Tarantúla er er frekar óhugnanlegt kvikindi og baneitrað.
Ég skil nú ekki hvað fólk hefur út úr því að hafa svona
gæludýr, nema til ógnunar.
Fóðraði hana á músum, þvílíkur vibbi.
Hann hlýtur að hafa fengið eitthvað út úr því
að horfa á hana éta mýsnar.Sick


mbl.is Hald lagt á tarantúlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefðir sennilega gott af lítilsháttar fræðslu hér.  Tarantúlur eru EKKI eitraðar.  Yfirleitt eru eitruðustu köngulærnar í smærri kantinum.

Varðandi músaát... hefurðu átt kött..?  Spyr bara svona...

Má ég stinga upp á nokkurra mánaða áskrift að Discovery og Nat Geo ?

Zip (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég hef átt kött, langt síðan reyndar, en hefur þú séð auglýsinguna
um kattarmatinn þar sem músin dinglar sér til að ná athygli kattarins,
en hann horfir á hana eins og hún sé eitthvað, (já þú veist svona eins og þið karlar talið oft við konur) greindarskert.
Kettir þurfa ekki að borða mýs í dag, þeir fá nóg að borða.

Upplýsi þig hér með um, allar köngulær eru eitraðar bara misjafnlega mikið, þær sem þrífast hér á landi hafa það lítið eitur í sér að við erum ónæm fyrir því.
Svo ég ráðlegg þér að lesa þessi rit sjálfur, þau eru afar fróðleg.

Enn takk fyrir að segja mér frá því að Tarantúlan sé ekki eitruð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Snorri Jónsson

Þó svo að kettir þurfi ekki að borða mýs þarf ekki að þíða að þeir geri það ekki, að minnstakosti ef það eru útikettir.

Bara svo þú vitir það þá hefur Zip eflaust verið að tala um sjónvarpsstöðvar.

Tarantúlan er ekki nægilega eitruð til að drepa mann.  

Tarantúlur eru ótrúlega algengar erlendis sem gæludýr.

Flestir, minnstakosti margir af þeim snákum sem eru sem gæludýr. Borða mýs sem aðalfæðu.

Ég get ekki séð að maðurinn þurfi að vera að fá eitthvað út úr því að gefa mýs í matinn. 

Snorri Jónsson, 5.2.2008 kl. 09:08

4 identicon

Takk fyrir að karlgera mig, ef við konurnar eigum nú að vera eitthvað greindarskertari, dapurleg niðurstaða hjá þér.

Köngulær hafa flestar eitur af einhverri gerð, en í almennu tali er talað um óeitraðar köngulær ef það hefur ekki frekari skaða gagnvart mannfólki.

Sting upp á þessari sérstaklega stuttu og hnitmiðuðu samantekt í e-medicine til lesningar:  http://www.emedicine.com/EMERG/topic550.htm

Að lokum.... ég meinti áskrift að sjónvarpsrásum Discovery og Nat Geo, gæti hentað svo ljómandi vel að glugga í þætti þar á milli sápuóperanna

Zip (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 09:12

5 identicon

Tarantúlur eru algeng gæludýr úti í heimi, og ef hægt er að líta framhjá löppunum átta þá kemur í ljós að um er að ræða nokkuð krúttlegt dýr í þokkabót.

Hægt er að lesa sér meira til hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Tarantula#Tarantulas_As_Pets

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 09:37

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu kæra Zip ef þú ert kona, þá sorry.
ég horfi nú bara aldrei á neinar sápur í sjónvarpinu,
takk fyrir að gera mér það samt, en horfi á fréttir,
fræðslu þætti, barnaefni með barnabörnunum  og ef ég hitti á góða
leynilögreglumynd. Er ekki með stöð 2 , en hef nú horft á all marga
þætti um allt mögulegt í gegnum árin, líka Discovery.

Rór inn á Google tarantúla, leit
síðan inn á Gæludýraspjall  mín reynsla. þar fékk ég upplýsingar
þær eru nú ekki alveg eiturlausar, ekki drepa þær menn, en geta verið óþægilegar mönnum. þú ættir að lesa það sem þar stendur.

Þetta með greindina, kemur ekki frá mér heldur er oft talað við konur
eins og þær séu greindarskertar, sem sagt af lítilsvirðingu.
Þú hlýtur nú að hafa á blogginu lesið um það.
Langt er frá því að ég telji okkur vera það.

Ert þú ekki með síðu, eða getur þú ekki nafngreint þig 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 09:49

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég get líka frætt ykkur á því að fyrir utan að vera gæludýr fólks þá eru þær borðaðar í sumum löndum
Er ekki líka til tímarit sem heitir Discovery? Held að barnabarnið mitt eitt
sé áskrifandi af þvílíku riti.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 09:56

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki langar mig í svona gæludýr, er með alveg gífurlega köngulóarfóbíu

Huld S. Ringsted, 5.2.2008 kl. 10:24

9 Smámynd: Ólafur

Þær eru kannski ekkert rosalega sætar, en ég er með ofnæmi fyrir köttum, og myndi þers vegna miklu frekar kjósa að vera gestkomandi á heimili sem héldi eins og eina tarantúlu, heldur en heimili með kattaróféti, kettirnir gera mér nefnilega meiri skaða, sjáðu til :) 

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 5.2.2008 kl. 10:30

10 identicon

Ég er nú enginn kóngulóarfan, er eiginlega með hálfgerða kóngulóarfóbíu en ég skil ekki hvaða verður er verið að gera úr þessu.

Tarantúlubit er álíka öflugt og bíflugnastunga fyrir menn og eins og flestir hafa sagt hérna er þetta ótrúlega algengt gæludýr úti í heimi.

Og það að þær séu borðaðar, ég sé ekki alveg vandamálið. Ég er ansi viss um að margir myndu frekar vilja borða tarantúlu en kæstan hákarl og sviðakjamma ;) Held að þetta sé bara menningarmismunur frekar en einhver stigsmunur á ógeðfelldni.

Sumir einfaldlega fíla ketti, aðrir hunda, aðrir snáka og sumir kóngulær :)

Stefán Jökull (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:40

11 identicon

Persónulega er ég drulluhrædd við kóngulær því þær eru svo littlar hér og geta skriðið hvar sem er, stærri gerðirnar eru meira aðlaðandi..en mér hefur alltaf fundist tarantula vera heillandi og finnst þær ansi hreint krúttlegar svona fluffy og sætar og get því vel skilið að einhverjir vilji hafa þær sem gæludýr, væri jafnvel til í að prófa sjálf ef þær væru löglegar.

Tjásan (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:45

12 identicon

Þótt tarantúlur séu ekki baneitraðar og bitið oft ekki nema eins og að vera stunginn af býflugu þá getur það samt oft verið mun verra. Það eru vel þekkt dæmi um að menn geti haft ofnæmi fyrir þessu eitri, og þá verður þetta hættulegt. Svo eru þetta frekar djúp sár, sérstaklega eftir stærri gerðirnar, og það kemur frekar auðveldlega sýking í þau ef þau eru ekki meðhöndluð rétt. Þannig að þetta er ekki alveg hættulaust. En yfirleitt eru þær tegundir sem eru notaðar sem gæludýr frekar rólegar og þekktar fyrir að bíta ekki nema við mikið áreiti.

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 10:59

13 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Er nauðsynlegt að vera með dýr í heimahúsum? Hér áður fyrr sváfu hundar,kettir og menn saman í rúmi,ég afþakka slíkt.

Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 13:44

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður, Huld, Tröllabarn og þið öll hin, var að koma heim, veit ekki alveg hvað er að gerast, en tarantúlan hlýtur að vekja eftirtekt. 
Nei hef ekki átt hamstur, en tvíburasnúllurnar mínar áttu hamstra í mörg ár síðan kanínu og núna hund og Guðjón hann sefur upp í rúmi.
Fullt tungl, er það núna? Hallgerður þú ert frábær. Huld mín tek undir með þér hvað varðar fóbíuna, það er best að vera í hundunum.

Rétt sem þú segir Mímir, já það var nú engin að tala um ógeðfeldni í að borða Tarantúlur Stefán Jökull auðvitað er þetta matarmenning,
alveg eins og Kínverjar  borða hvítar mýs.
Tjása ég held að þú ættir að fá þér eina.

Tröllabarn ert þú með ofnæmi fyrir köttum þá mundi ekki henta þér að vera með Tarantúlu því hárin á henni geta gert meiri usla heldur en bitið. Það er hægt að lesa allt um þetta inn á google.

                      Takk fyrir innlitin.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 14:42

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hryllir bara við mér þegar ég heyri minnst á köngulær, hvað þá tarantúlur!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:03

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þær ógeð, punktur og basta.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 15:26

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Alveg sammála ykkur snúllur mínar
                 KveðjaMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2008 kl. 15:53

18 Smámynd: halkatla

það er alltaf annaðhvort sadismi eða heimska að fóðra svona dýr á músum, ég þekki mann erlendis sem á helling af allskonar slöngum og kóngulóm og hann kaupir handa þeim kjöt og gerir það kræsilegt með blóði og öllu, en honum finnst óafsakanlegt að kaupa mýs í gæludýrabúðum og horfa á dýrin éta þegar það er algjör óþarfi (og þetta er samt náungi sem vílar næstum ekkert fyrir sér...)

halkatla, 5.2.2008 kl. 17:57

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er sammála þér Anna Karen flest allir sem hafa tarantúlu sem gæludýr gefa þeim annað fóður en lifandi dýr.
       Kveðja til þín.
         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.